Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 17

Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 17
HUGUR Gildi, boð og ástœður 15 úrlausnarefni eins og siðferði heilbrigðisstétta eða réttlætingu refsinga, þá er reyndin sú að þeir mega ekki með neinu móti missa sjónar á margri eða flestri annarri heimspeki. Til dæmis hygg ég að tvær voldugar sérgreinar heimspekinnar á okkar dögum—annars vegar verkleg rökfræði og hins vegar athafnafræði sem raunar eru margvíslega skyldar innbyrðis—skipti meginmáli fyrir alla siðfræði sem vill heita sómasamleg. Það vill svo til að þessi rökfræði og athafnafræði eru mér lítillega kunnar.4 Erindi mitt í lestrinum er öðrum þræði bara að leiðrétta villu, sem ég tel vera alvarlega villu, hjá Vilhjálmi og skylda yfirsjón hjá Kristjáni. Á þessa leiðréttingu hafa þeir Vilhjálmur og Kristján þegar fallizt með þökkum. En hinum þræðinum á ég annað og miklu meira erindi. Ég tel mér trú um að það sé sáluhjálparatriði fyrir alla siðfræði að hafa verklega rökfræði á hreinu, bæði til að forðast ónákvæmni í meðferð hugtaka eins og afleiðslu og raka, og eins til að ná sómasamlegum tökum á hugmyndinni um ástæður eða rök til breytni. Ég er sammála Elísabetu Anscombe um að athafnafræði—sem fjallar mjög um ástæður til breytni—sé forsenda skynsamlegrar siðfræði.5 Til dæmis er engin leið að gera grein fyrir dygðum og löstum án þess að hafa skýra hugmynd um ástæður til breytni. Allt er þetta eindregið í anda Aristótelesar. Siðfræði hans er margvíslega samofin við verklega rökfræði hans og kenningu hans um athafnir og ástæður. Þess vegna þarf það ekki að koma á óvart að rökræða mín við Vilhjálm um rök og ástæður leiðir sjálfkrafa út í rökræðu um aðra siðfræði, einkum siðfræði Kants. Hér fylgi ég ekki Kant heldur dygðafræði af skóla Aristótelesar að málum. Ég kýs að hafa þessa dygðafræði í þeirri mynd sem Philippa Foot hefur ljáð henni á okkar dögum.6 4 Ofurlítinn fróðleik um þær tvær má sækja í bók mína Tilraun um heimin: Heimskringla, Reykjavík 1992, þriðja og fjórða kafla. 5 G.E.M. Anscombe: „Siðfræði nútímans" hjá Einari Loga Vignissyni og Ólafi Páli Jónssyni: Heimspeki á tuttugustu öld, Heimskringla, Reykjavík 1994), 183-203, í þýðingu Benedikts Ingólfssonar. 6 Flestar hugmyndimar í þessari ritgerð eru sóttar í siðfræði Philippu Foot. Ég vík þó nóg frá Foot í orðalagi og framsetningu, svo og í notkun minni á einfaldri rökfræði, til þess að það má ekki kenna henni um neitt af því sem ég segi. En andinn er allur hennar. Höfuðrit hennar er bókin Virtues and Vices, Basil Blackwell, Oxford 1978), en ég hef líka lært af yngri ritum hennar bæði prentuðum og óprentuðum, að ógleymdum miklum samræðum. Ritgerð hennar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.