Hugur - 01.01.1995, Side 17
HUGUR
Gildi, boð og ástœður
15
úrlausnarefni eins og siðferði heilbrigðisstétta eða réttlætingu
refsinga, þá er reyndin sú að þeir mega ekki með neinu móti missa
sjónar á margri eða flestri annarri heimspeki. Til dæmis hygg ég að
tvær voldugar sérgreinar heimspekinnar á okkar dögum—annars vegar
verkleg rökfræði og hins vegar athafnafræði sem raunar eru
margvíslega skyldar innbyrðis—skipti meginmáli fyrir alla siðfræði
sem vill heita sómasamleg. Það vill svo til að þessi rökfræði og
athafnafræði eru mér lítillega kunnar.4
Erindi mitt í lestrinum er öðrum þræði bara að leiðrétta villu, sem
ég tel vera alvarlega villu, hjá Vilhjálmi og skylda yfirsjón hjá
Kristjáni. Á þessa leiðréttingu hafa þeir Vilhjálmur og Kristján þegar
fallizt með þökkum. En hinum þræðinum á ég annað og miklu meira
erindi. Ég tel mér trú um að það sé sáluhjálparatriði fyrir alla siðfræði
að hafa verklega rökfræði á hreinu, bæði til að forðast ónákvæmni í
meðferð hugtaka eins og afleiðslu og raka, og eins til að ná
sómasamlegum tökum á hugmyndinni um ástæður eða rök til breytni.
Ég er sammála Elísabetu Anscombe um að athafnafræði—sem fjallar
mjög um ástæður til breytni—sé forsenda skynsamlegrar siðfræði.5
Til dæmis er engin leið að gera grein fyrir dygðum og löstum án þess
að hafa skýra hugmynd um ástæður til breytni.
Allt er þetta eindregið í anda Aristótelesar. Siðfræði hans er
margvíslega samofin við verklega rökfræði hans og kenningu hans
um athafnir og ástæður. Þess vegna þarf það ekki að koma á óvart að
rökræða mín við Vilhjálm um rök og ástæður leiðir sjálfkrafa út í
rökræðu um aðra siðfræði, einkum siðfræði Kants. Hér fylgi ég ekki
Kant heldur dygðafræði af skóla Aristótelesar að málum. Ég kýs að
hafa þessa dygðafræði í þeirri mynd sem Philippa Foot hefur ljáð
henni á okkar dögum.6
4 Ofurlítinn fróðleik um þær tvær má sækja í bók mína Tilraun um heimin:
Heimskringla, Reykjavík 1992, þriðja og fjórða kafla.
5 G.E.M. Anscombe: „Siðfræði nútímans" hjá Einari Loga Vignissyni og Ólafi Páli
Jónssyni: Heimspeki á tuttugustu öld, Heimskringla, Reykjavík 1994), 183-203, í
þýðingu Benedikts Ingólfssonar.
6 Flestar hugmyndimar í þessari ritgerð eru sóttar í siðfræði Philippu Foot. Ég vík þó
nóg frá Foot í orðalagi og framsetningu, svo og í notkun minni á einfaldri
rökfræði, til þess að það má ekki kenna henni um neitt af því sem ég segi. En
andinn er allur hennar. Höfuðrit hennar er bókin Virtues and Vices, Basil
Blackwell, Oxford 1978), en ég hef líka lært af yngri ritum hennar bæði
prentuðum og óprentuðum, að ógleymdum miklum samræðum. Ritgerð hennar