Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 56

Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 56
54 Alan M. Turing HUGUR Þetta nota menn til að rökstyðja að við getum ekki verið vélar. Ég ætla að reyna að endursegja þessi rök þó ég geti varla sýnt þeim fulla sanngirni. Þau virðast vera eitthvað á þessa leið. „Ef sérhver maður hefði safn af föstum hegðunarreglum sem hann hagaði lífi sínu eftir, þá hefðu menn ekkert fram yfir vélar. En svona safn af reglum er ekki til svo menn geta ekki verið vélar.“ Þessi rökfærsla er augljóslega ekki gild og ég held að rökfærslan sé aldrei orðuð alveg svona. En ég held samt að þessi rök séu notuð. Vera má þó að samsláttur hugtakanna „hegðunarregla“ og „lögmál um hegðun" flæki þetta mál. Með „hegðunarreglu" á ég við boð eins og „Stansaðu ef þú sérð rautt ljós“ sem menn geta hagað sér eftir og verið meðvitaðir um. Með „lögmáli um hegðun“ á ég hins vegar við náttúrulögmál um mannslíkamann eins og „hann hljóðar ef þú klípur hann“. Ef við látum „lögmál um hegðun sem stjórnaði lífi hans“ koma í staðinn fyrir „safn af föstum hegðunarreglum sem hann hagaði lífi sínu eftir“ í rökfærslunni sem vitnað var til þá er hugsanlegt að lappa upp á hana þannig að hún verði gild, því við álítum ekki bara að hlutur sem stjórnast af lögmálum um hegðun hljóti að vera einhvers konar vél (þótt hann þurfi ekki endilega að vera stakræn vél), heldur að þetta gildi líka í hina áttina og sérhver vél hljóti að stjórnast af slíkum lögmálum. En þótt það megi sannfæra okkur um að við högum okkur ekki að öllu leyti eftir hegðunarreglum þá er engan veginn jafn auðvelt að sannfæra okkur um að hegðun okkar stjórnist ekki af lögmálum. Við þekkjum enga leið til að fínna slík lögmál aðra en vísindalegar athuganir, og okkur er ekki kunnugt um neinar kringumstæður þar sem við getum sagt, „Nú höfum við leitað af okkur allan grun. Það eru engin svona lögmál.“ Það er hægt að sýna fram á það með sterkari rökum að fullyrðingar af þessu tagi séu óréttmætar. Ef við gætum alltaf fundið svona lögmál hvar sem þau eru að verki og við hefðum fyrir okkur stakræna vél, þá ættu athuganir að duga okkur til þess að afla nægilegrar þekkingar á henni til þess að geta spáð fyrir um hegðun hennar í framtíðinni. Og við ættum að geta lokið þessum athugunum innan viðunandi tímamarka, til dæmis þúsund ára. En veruleikinn er ekki svona. Ég hef sett upp lítið forrit á Manchestertölvunni. Það notar aðeins 1000 geymslueiningar og lætur tölvuna taka við einni 16 stafa tölu og skila annarri innan tveggja sekúndna. Ég er til í að skora á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.