Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 80

Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 80
78 John R. Searle HUGUR Setjum svo að öll hegðun vélmennisins réðist af þeirri staðreynd að inni í því væri maður sem fengi hrá formleg tákn frá skyntækjum þess og léti frá sér hrá formleg tákn til gangverksins, allt eftir gríðarlegu reglusafni. Bætum því auk þess við að maðurinn þekki engar af þessum staðreyndum um vélmennið, allt sem hann veit er hvaða aðgerð eigi við hvaða merkingarlausa tákn. I slíku tilviki myndum við líta á vélmennið sem hugvitssamlega vélræna brúðu. Tilgátan um að brúðan hafi hug væri nú ástæðulaus og óþörf, því það væri engin ástæða til að eigna henni, eða kerfinu sem hún er hluti af, íbyggni (nema auðvitað íbyggni mannsins við meðhöndlun táknanna). Hin formlegá táknavinnsla heldur áfram, inntakið og úttakið passa saman, en eini staðurinn þar sem íbyggni er að finna er í manninum, og hann þekkir ekki til neins þess íbyggna ástands sem máli skiptir; hann sér til dæmis ekki hvað berst inn um augu vélmennisins, hann ætlar ekki að hreyfa handlegg þess og hann skilur hvorki athugasemdir vélmennisins eða það sem sagt er við það. Og af ástæðum sem ég hef þegar rakið, gegnir sama máli um kerfið sem maðurinn og vélmennið eru hlutar af. Þetta verður ljóst ef við skoðum tilvik þar sem okkur virðist fullkomlega eðlilegt að gera ráð fyrir íbyggni hjá frumstæðari dýrum eins og öpum eða apaköttum, eða húsdýrum eins og hundum. Astæður þess að okkur finnst það eðlilegt eru í grófum dráttum tvær: Við getum ekki skilið hegðun dýranna án þess að eigna þeim íbyggni og við sjáum að dýrin eru gerð úr svipuðu efni og við sjálf — þetta er auga, þetta nef, þetta skinn o.s.frv. Vegna samkvæmni í hegðun dýranna og þeirrar ályktunar að samskonar orsakir búi þar að baki, getum við okkur þess til að dýrið hafi bæði hugarástand sem liggi hegðun þess til grundvallar og að þetta hugarástand sé til orðið í gangverki sem sé gert úr efni af sama tagi og okkar. Við myndum vissulega draga svipaðar ályktanir um vélmennið nema við hefðum sérstaka ástæðu til að gera það ekki, en um leið og við vissum að formlegt forrit réði hegðun þess og að raunverulegir eiginleikar efnislegra hluta þess skiptu engu máli, myndum við hafna ályktuninni um íbyggni. Tvenn önnur andmæli við dæminu um kínverska herbergið ber oft á góma (og eru því umfjöllunar virði) en missa þó marks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.