Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 92

Hugur - 01.01.1995, Blaðsíða 92
90 Atli Harðarson HUGUR að láta tölvur vinna verk sem menn vinna með því að beita hugsun, skilningi eða vitsmunum af einhverju tagi.4 Samhliða gervigreindarfræðum í anda Newell og Simon þróuðust rannsóknir á tauganetum sem héldu áfram á þeirri braut sem Pitts og McCulloch höfðu markað. Þótt þessi fræði ættu ýmislegt sameiginlegt byggðu þau um margt á ólíkum hugmyndum. Rannsóknir innan gervigreindarfræði snerust um að finna reglurnar sem mannlegt hugarstarf og hegðun fylgja og forrita tölvur til að fylgja sömu reglum. Rannsóknir af þessu tagi gera yfirleitt ráð fyrir að hugarstarf manna og hegðun fylgi reglum sem hægt er að koma orðum að og þessar reglur séu skráðar í heilabú þeirra á einhvers konar táknmáli lfkt og forrit er skráð í minni tölvu. Tilraunir til að láta tauganet herma eftir mannlegu hugarstarfi gera hins vegar ekki ráð fyrir því að reglur þess séu skráðar á táknmáli í kollinum á okkur neitt frekar en hagfræðin gerir ráð fyrir að lögmál efnahagslífsins séu skráð á markaðstorgum. Þessi lögmál eru ekki forskrift sem hagkerfið fylgir heldur tölfræðileg niðurstaða af hegðun margra einstaklinga. Aðferðafræði gervigreindarfræðanna hefur lengst af verið í dúr við ríkjandi vinnubrögð við hugbúnaðargerð. Unnið er ofan frá og niður þannig að fyrst er skilgreint nákvæmlega hvað forrit á að gera og síðan eru smíðuð undirforrit sem annast einstaka verkþætti. Verkþættir undirforritanna eru svo samsettir úr undirforritum enn neðar í stigveldinu og þannig koll af kolli uns komið er niður í einfaldar aðgerðir sem eru byggðar inn í forritunarmálið sem vélin vinnur eftir. En þótt þess sé gætt að skilgreina verkið þannig að forritið skili sams konar niðurstöðum og það hugarstarf sem hermt er eftir þá er ekkert hirt um hvort hinar einföldu aðgerðir neðar í stigveldinu samsvara nokkru því sem gerist í mannshuganum. Segja má með nokkurri einföldun að rannsóknir á tauganetum hafí lengst af byggt á öndverðri aðferðafræði þar sem unnið er neðan frá og upp. 4 Um gervigreindarfræði hefur margt verið ritað. Saga þeirra er vel og skilmerkilega sögð í Crevier, Daniel 1993. Stuttan og aðgengilegan inngang má frnna í 6. kafla Churchland 1988. Minsky 1985 er skcmmtileg tilraun til að lýsa mannshuganum frá sjónarhóli tölvufræðanna og tengja saman sálfræði og gervigreindarfræði. - Því miður hefur sáralítið verið skrifað um gervigreindar- fræði á íslensku. Þó má nefna greinar Jóns Torfa Jónssonar frá 1985 og 1992 og grein Þorsteins Gylfasonar frá 1985.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.