Hugur - 01.01.1995, Side 48

Hugur - 01.01.1995, Side 48
46 Alati M. Turing HUGUR í stuttu máli má svara þessum rökum svo að þótt sýnt hafi verið fram á að sérhverri vél séu takmörk sett þá hefur aðeins verið fullyrt, og það án nokkurra sannana, að mannlegir vitsmunir séu ekki takmarkaðir með svipuðum hætti. Ég held samt ekki að það sé hægt að vísa þessum rökum á bug með svo auðveldum hætti. Hvenær sem spurning af því tagi sem um ræðir er lögð fyrir einhverja vélina og svar fæst þá vitum við að svarið hlýtur að vera rangt. Þetta fær okkur til að finnast við hafa yfirburði. Er það blekking að finnast þetta? Okkur fínnst þetta vafalaust í fullri alvöru, en ég efast um að hægt sé að gera sér mikinn mat úr því. Sjálf svörum við of mörgum spurningum rangt til þess að eiga neitt með að vera mjög hróðug yfir því að vélunum geti skjátlast. Við þetta er því að bæta að þegar vél svarar rangt þá getum við aðeins fundið til yfírburða yfír þeirri einu vél sem við höfum haft undir með heldur lítilfjörlegum hætti. Við getum ekki staðið sigursæl frammi fyrir öllum vélum í senn. í stuttu máli, það kunna að vera til menn sem eru snjallari en tiltekin vél, en það kunna líka að vera til aðrar vélar enn snjallari o.s.fr. Þeir sem halda upp á þessi stærðfræðilegu rök mundu, að ég held, flestir fallast á hermileikinn sem umræðugrundvöll. Þeir sem taka fyrstu tvö andmælin alvarlega hafa Iíklega ekki áhuga á neinum aðferðum til að gera út um málið. Rök leidd af meðvitund Prófessor Jefferson setti þessi rök fram með ágætum hætti í Lister fyrirlestri sem hann flutti 1949. Þar sagði hann: Við getum ekki fallist á að vél sé jafnoki heilans fyrr en hún getur ort sonnettu eða samið tónverk út frá hugsunum sínum og tilfinningum, en ekki bara með tilviljanakenndri uppröðun á táknum. Það dugar ekki að hún semji þessi verk, hún verður líka að vita að hún hafi samið þau. Engin vél getur fundið til ánægju yfir vel unnu verki (þótt hægt sé að beita einföldum brögðum þannig að hún líki eftir merkjum sem tjá ánægju) eða sorgar þegar rofarnir í henni brenna yfir. Gullhamrar ylja henni ekki um hjartarætur, henni líður ekki illa yfir mistökum sem hún hefur gert, kynþokki heillar hana ekki og hún verður hvorki reið né döpur þótt hún fái ekki það sem hana vantar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.