Hugur - 01.01.1995, Side 86

Hugur - 01.01.1995, Side 86
84 John R. Searle HUGUR lýsingum með hliðstæðum hætti, en á hinn bóginn vinni eldur og slagveður hreint ekki úr neinum upplýsingum. Og þótt tölvan geti líkt eftir formlegum eiginleikum hvaða ferlis sem er, standi hún í sérstökum tengslum við hug og heila, vegna þess að þegar hún er rétt forrituð, jafnvel með sama forriti og heilinn, þá sé upplýsinga- vinnslan sú sama og í heilanum, og þessi upplýsingavinnsla sé í raun kjarni hins hugræna. Gallinn við þessi rök er sá að þau hvfla á margræðni upplýsingahugtaksins. Forrituð tölva vinnur ekki úr upplýsingum í sama skilningi og fólk sem fæst til dæmis við reikningsdæmi eða les og svarar spurningum um sögur; það sem tölvan gerir öllu heldur er að vinna með formleg tákn. Sú staðreynd að forritarinn og sá sem túlkar úttak tölvunnar láta táknin standa fyrir raunverulega hluti er gjörsamlega fyrir utan svið tölvunnar. Tölvan býr yfir setningafræði, ekki merkingarfræði. Ef við sláum inn í tölvu „2 plús 2 jafngilda?" skrifar hún „4“. En hún hefur enga hugmynd um að „4“ merkja 4 eða nokkuð yfirleitt. Og það sem máli skiptir er ekki að tölvuna skorti annars stigs upplýsingar um túlkun fyrsta stigs tákna, heldur verða fyrsta stigs táknin ekki túlkuð að svo miklu leyti sem tölvunni viðvíkur. Allt og sumt sem tölvan býr yfir eru fleiri tákn. Að grípa til hugtaksins „upplýsingavinnsla" leiðir mann því einungis í ógöngur: Annað hvort er „upplýsingavinnsla“ skilgreind þannig að hún gerir ráð fyrir íbyggni sem hluta af vinnslunni, eða ekki. Ef fyrri leiðin er farin, þá vinnur forrituð tölva ekki úr upplýsingum, hún möndlar einungis með formleg tákn. Ef seinni leiðin er farin má vissulega segja að tölvan vinni úr upplýsingum en einungis í þeim skilningi sem samlagningarvélar, ritvélar, magar, hitaskynjarar, slagveður og hvirfilvindar vinna úr upplýsingum; nefnilega, á tilteknu stigi má lýsa þeim þannig að á einum enda fara upplýstngar inn, það er unnið úr þeim og loks er upplýsingum skilað út. En í þessu tilviki veltur það á ytri athugendum að túlka inntakið og úttakið sem upplýsingar í venjulegum skilningi. Og engin líkindi tölvu og heila eru leidd í ljós þar sem engin líkindi eru með upplýsingavinnslunni. í öðru lagi eru leifar atferlis- eða aðgerðahyggju víða í gervigreindarfræðunum. Úr því að rétt forritaðar tölvur geta haft inntak og úttak sem er svipað og hjá mönnum, hættir okkur til að eigna þeim hugarástand sem er svipað og hjá mönnum. En um leið og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.