Hugur - 01.01.1995, Page 153

Hugur - 01.01.1995, Page 153
HUGUR Ritfregnir 151 Einar Logi Vignisson og Ólafur Páll Jónsson, ritstjórar: Heimspeki á tuttugustu öld, safn merkra ritgerða úr heimspeki aldarinnar. Reykjavík, Heimskringla, Háskólaforlag Máls og menningar, 1994. Fimmtán þýddar greinar um heimspeki eftir jafn marga höfunda. Greinunum er ætlað að veita innsýn í flest svið nútímaheimspeki og því kennir margra og ólíkra grasa. Greinamar fjalla um hin margvíslegu vandamál heimspekinnar, allt frá hversdagslegustu vangaveltum til hinna sértækari viðfangsefna. Flestir þýðenda greinanna hafa nýlega lokið eða eru um það bil að ljúka B.A. námi f heimspeki en hinir eldri og reyndari munu flestir hafa þýtt sínar greinar um það bil er þeir luku námi. Ritstjórar rita inngang að bókinni en auk hans fylgir hverri grein stuttur inngangur, ýmist ritaður af þýðendum eða ritstjórum. Þar koma fram helsu upplýsingar um höfundana og það samhengi sem greinar þeirra eru ritaðar í. Brynhildur Sigurðardóttir og Sigríður Ólafsdóttir: Um siðfrœði sem grundvöll umhverfismenntunar. Reykjavík, Rannsóknar- stofnun Kennaraháskóla íslands í samvinnu við minningarsjóð Ásgeirs S. Björnssonar, 1994. Ritið er að stofni til lokaverkefni höfunda til B.Ed. prófs frá Kennaraháskóla íslands vorið 1994. Höfundar hlutu viðurkenningu úr minningarsjóði Ásgeirs S. Bjömssonar fyrir verkefnið. í þessu riti er umhverfisvandinn reifaður og greint frá kenningum um viðhorf mannsins til náttúmnnar á ýmsum tímum. Fjallað er um stöðu umhverfismenntunar í íslenskum skólum, þróun umhverfissiðfræði og fleira. Páll Skúlason: Menning og sjálfstœði. Reykjavík, Háskóla- útgáfan, 1995. Bókin hefur að geyma sex útvarpserindi sem höfundur flutti í Ríkisútvarpinu haustið 1994. Páll fjallar um ýmsar áleitnar spumingar er varða menningu og sjálfstæði íslendinga. Hann veltir fyrir sér spurningum eins og: Hvað er menning? Hver em tengsl þjóðar og menningar? Hver er staða þjóðmenningar gagnvart alþjóðamenningu? Hverjar em rætur alþjóðamenningar? Hvaða máli skiptir bókin fyrir framtíð menningar? Hver er vandi íslenskrar menningar?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.