Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1922, Page 15

Búnaðarrit - 01.01.1922, Page 15
BÚNAÐARRIT Af öðrum girðingarefnum. sem voru á sýningunni, skal nefna: „ DansJc Staalgœrde“, sýnt af Jónatan Þor- steinssyni. — Það er l,io m. á hæð, með möskv- um 10 cm. háum og 30 cm. löngum neðst, en ofar 20 cm. háum; sem þykir einkum hentugt þar sem veru- lega þarf að vanda til girðinga, svo sem um trjá- og sáð- reiti. — Þá voru og sýnd nokkur smá-möskvuð vírnet, en þau þykja eigi komandi til greina sem „praktisk^ girðingarefni. Sýnismunir af innlendum uppruna í þessari deild, er þykja viðurkenningarverðir, eru þessir: Hliðlás, sýndur af Eggert Konráðssyni, Haukagili í Vatnsdal. — Lásinn er þannig gerður, að auðvelt mun vera að opna og loka af hestbaki, en hurðin fellur þannig í lás, að hún opnast trauðlega nema af mannavöldum. Girðingalausnin „JolcuUu, sýnd af Gunnari Jóna- tanssyni, Reykjum í Fnjóskadal. — Fyrir venjulega kengi, til að festa vírinn við girðingarstólpana, eru hafðir tveir tittir, sem vírinn liggur á milli, með lykkju fremst, og í gegnum þá rekinn nagli, sem hæglega má kippa úr, og er vírinn þá laus við stólpann. — Ætlast til að komi að notum þar sem snjóþungt er. V. Mjólburáhöld. (Nefndarálit 7. deildar búnaðarsýningarinnar). Samkvæmt ákvörðun Búnaðarfjelags íslands voru reyndar skilvindutegundir þær, er sendar voru á bús- áhaldasýninguna i Reykjavík sumarið 1921. Skilvind-

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.