Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1922, Side 19

Búnaðarrit - 01.01.1922, Side 19
BTÍN AÐ Aft RIT 13 á kl.st,., eða nokkuð meira en tiltekið er frá verksmiðj- unni. Snúningshraði sveifarinnar er um 45 umferðir á mínútu, og skilvindan er óvenju snúningsljett og gang- urinn hijóðlítill og jafn. Nokkur galli er það á skilvind- unni, að hætt er við að skrúfugangurinn í efri enda sogpelans skemmist, nema gætilega sje með hann farið; auk þess mun sporið, sem styður neðri hluta pelans, slitna fremur fljótt, en kostnaðarlítið er að gera ný spor, og má vel nota trje í þau. Snúningskerfið í skilvindunni er í þar til gerðri olíulaug, og er því óþarft að bera á hana oftar en einu sinni á mánuði, eða jafnvel sjaldnar. Skilvindan nær vel feitinni úr mjólkinni, eins og sjá má á feitikönnunar-töflunni. — Útsöluverð er Kr. 325,00. „Sylvia“, sýnd og seld af Árna Einarssyni í Reykjavík. — Skilvindan er sterkbygð, en dálítið óvand- aður frágangur á henni. Rjómaskálin nam t. d. við hið innilukta hringþynnukerfi, en það gerði gang skilvind- unnar óstöðugan og erfiðan. Eftir að gert var við þenna galla, var skilvindan reynd; hún skildi 135 h'tra á kl.st,., og er það fyllilega eins mikið og gefið er upp af verk- smiðjunni. Snúningshraði sveifarinnar er um 60 um- ferðir á mínútu, en samt var talsvert erfitt að snúa skilvindunni. Borið er á skilvinduna í 6 stöðum. Hreins- un og samsetning er nokkuð seinleg, eins og þegar er sagt um hringþynnukerfið. Skilvindan skilur ekki rjett vel, eins og feitikönnunar-taflan ber með sjer. — Útsöluverð er Kr. 190,00. „Alexandra“ (Titan A.-B.), sýnd og seld af Stefáni Th. Jónssyni, konsúl á Seyðisfirði. — Skilvindan er sterkleg og gerðin einföld. í henni er hið einfalda jafn- vægis-bollakerfi. Gangurinn er talsvert hávær, en fremur jafn. Hraði á sveifinni er um 72 umferðir á mínútu, og er því all-þreytandi að snúa skilvindunni til iengdar.

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.