Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1922, Side 20

Búnaðarrit - 01.01.1922, Side 20
14 BÚNAÐARRIT Skilvindan skilur um 65 lítra á kl.st., en það er heldur minna en til er tekið frá verksmiðjunni. Borið er á skil- vinduna á tveimur sjálfluktum stöðum, og auðvelt er að hreinsa hana og setja saman, vegna þess hvað gerðin er einföld. Skilvindan nær ekki rjett vel feitinni úr mjólkinni, eins og sjest á feitikönnunar-töflunni, og er því ólík „Titansu skálakerfis skilvindunum stóru, sem gerðar eru fyrir vjela-afl. — Útsöluverðið er Kr. 175,00. Vélox (A.-O.), sýnd og seld af verslun Jóns Þórðarsonar í Reykjavík. — Skilvindan er sterkleg og fremur vel gerð. Hún skilur 66 litra á kl.st., og það er dálítið meira en tiltekið er frá verksmiðjunni. í skil- vindunni er innilukt hringþynnukerfi, og er því all- seinlegt að hreinsa hana og setja saman. Snúningshraði sveifarinnar er 70 umferðir á mínútu, en sá hraði þreytir dálítið til lengdar. Skilvindan má samt heita snúnings- ijett, og nær feitinni all-vel úr mjólkinni, eins og íeiti- könnunar-taflan her msð sjer. — Útsöluverð er Kr. 150,00. Zenit, sýnd og seld af Sambandi isl. sam- vinnufjelaga. — Skilvibdan er fremur veikbygð, en vel gerð að öðru leyti. Hún skiíur um 70 lítra á kl.st., eins og til er tekið frá verksmiðjunni. í skilvindunni er innilukt hringþynnukerfi, er því seinlegt að hreinsa hana og setja saman. Snúningshraði sveifarinnar er um 70 hringferðir á minútu. Skilvindarr er óvenju snúnings- Ijett og þreytir litið þrátt fyrir hraðann. Ilt er að stilla rjómaþykkni skilvindunnar, því rjómaskrúfan er fest þannig frá verksmiðjunni, og er sýnilega til þess ætlast að rjóminn sje ekki hafður meiri en 12°/o af mjólkur- magninu. Skilvindan nær all-vel feitinni úr mjólkinni, eins og feitikönnunar-taflan sýnir. — Útsöluverðið er Kr. 100,00.

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.