Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1922, Side 29

Búnaðarrit - 01.01.1922, Side 29
BÚNAÐARRIT 23 Ofnar Nr. 99, 225 B, 247 og 46 B. M., voru allir af vanalegri ofnagerð, að því fráskyldu, að eldholið í þeim er mjög stórt, og má því nota til eldsneytis mó, skán og timbur. Þó vantar í þessa ofna sjerstaka mórist, sem er nauðsynleg, ef brent er eingöngu mó. — Þessir ofnar þola ekki að brent sje eingöngu kolum, af því að járnið í þeim þolir ekki svo sterkan hita, og verður því að nota annað eldsneyti með, t. d. mó. — í ofni nr. 99 er panna, svo hægt er að steikja og hita í honum. Ofn Nr. 247 þykir mjer lang-fallegastur, og hann er mjög einfaldur, svo auðvelt er að halda honum hrein- unj, og það ætti fólk að taka mikið tillit til. Jeg vil sjerstaklega benda á tvo ofna, sem voru á sýningunni, Nr. 230 B og 231. Þessir ofnar eru mjög hentugir fyrir sveitaheimili, enda hafa þeir töluverða reynslu hjer á landi. Þeir eru fremur litlir, en með mjög stóru eldholi, svo þeir henta vel fyrir mó og skán, sömuleiðis er öll gerð þeirra mjög einföld. Jeg vil benda á það, að þeir ofnar sem eru margbrotnir, bæði að ytri og innri gerð, verða fólki sjaldan eins notadrjúgir eins og þeir einföldu, enda þurfa þeir meiri hirðingu, og erf- itt að gera við þá, ef eitthvað brotnar. Tvær eldavjelar, með miðstöðvar-upphitun, voru á sýn- ingunni. En notagildi þeirra get jeg ekki vel dæmt um, enda hafa þær lítið verið notaðar hjer á landi, og þetta fyrirkomulag mjög nýtt. í Svíþjóð var fyrst farið að nota þær fyrir 6—8 árum, og hafa enn sem komið er ekki náð mikilli útbreiðslu þar, enda eru sænsku elda- vjelarnar töluvert margbrotnar, og eg býst við að þær sjeu ekki endingargóðar. í Danmörku var fyrst farið að smíða þessar eldavjelar fyrir rúmum tveimur árum, og Þá naeð töluvert breyttu fyrirkomulagi. Þær eru ein- faldari og sterkari heldur en þær sænsku, en nota ef til vill ekki alveg eins vel hitann. — Af eldavjelum frá Morsö Stöberi eru tvær í Reykjavík, önnur hjá Magnúsi Th. Blöndahl kaupmanni, en hin hjá Andrjesi Andrjes-

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.