Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1922, Page 39

Búnaðarrit - 01.01.1922, Page 39
BtTNA.DA.RRIT 33 ^i'aga hana út. í fimta lagi er öllu vandaöra smíöi á Þeasari vjel. Vjelar þessar gera dúnhreinsunina mörgum sinnum auöveldari en með eldri aöferöum, þannig að unglingar geta hæglega unnið verkið, auk þess sem þær fyrir- t>yggja að mestu þá óhollustu, sem dúnhreinsuninni fylgdi. — í þeim má hreinsa af vel þurkuðum dún um 6—9 kg. á dag (ef til vill meira), en þá þarf að yfir- fara hann (rífa dúninn) á handgrind á eftir, og er mjög Ijett fyrir 1 mann að hafa á eftir vjelinni. 3. Vjel smíðuð af AntoníusBjörnssyni, Hof- felli í Hornafirði. — Hún er þannig gerð, að línuás er strengdur í hálfhringlagaðann kassa, með ca. 2 cm. millibili, og er all-langt bil milli strengjanna og kassa- botnsins. Milli gafla kassans er ás, og á honum margir armar, með kvíslum á endunum, gerðum úr hvalskíði, og nema kvíslar þessar að strengjunum, þá snúið er með handfangi á öðrum enda ássins. Lok á hjörum er yfir kassanum, og er dúnvisk látin á strengina, sveifinni snúið, uns viskin er hreinsuð með kvíslunum. Kassinn þá opnaður og viskin verkuð af strengjunum. Sandgræðsln-sýning 6Tu nnlaugs Kristmundssonnar vakti mikla eftirtekt á sýningunni. Sýndi hann ljóslega öll þroska- stig melgrassins hins þjóðnýta, enda er hann því manna kunnugastur hjer á landi, svo og öllu því er að sand- græðslu lýtur. Þar eð margir sýningargestir voru sjerlega spurulir við Gunnlaug, og það þótti mörgum — einkum Norð- lendingum — hollvænt en nýstárlegt, að hægt væri að fá melfræ árlega, og ábyggilega tilsögn, hvernig með skuli fara, eru hjer prentuð nokkur ummæli Gunnlaugs um melgrasið til þeirra mörgu, sem eigi náðu tali hans, en hafa vaknandi áhuga á sandgræðslu. 3

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.