Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1922, Side 47

Búnaðarrit - 01.01.1922, Side 47
BÚNAÐARRIT 41 alla sýningarmuni. Á það miklar þakkir skilið fyrir þetta. En lögregla og stjórn tók ríflegan skerf í innflutnings- og stimpilgjaldi (nær 600 kr.) Útlit þófna- j>að má segja að þúfnabaninn sje stór fjór- bnnans. hjólaður vagn. Framhjólin eru lítil og með stýrisútbúnaði má sveigja þau til beggja handa og stýra á þann hátt. Aíturhjólin eru stór og geta auð- veldlega oltið yflr þýfi. Aflvjelin er í vagninum, sem er á milli hjólásanna og nær aftur fyrir þá. Þungi hennar hvíiir á hjólásunum. Við aflvjelina er tengdur sívalningur. Á endum hans eru tvö minni hjól. Aflvjelin snýr þessum sívalningi, en á hann eru íestir hnifar eða önnur verk- færi, sem ætluð eru til að tæta jarðveginn í sundur. Þúfnabaninn með öllum útbúnaði til þess að vinna í mýrum eða í holtum vegur 6,6 smálestir. Til þess að gefa gleggri hugmynd um útlit og gerð þúfnabanans skal tekið fram: öll vjelin er næsta margbrotin eins og gefur að skilja þar sem hún er samsett af nær 3500 smærri og stærri hlutum, sem allir hafa sina þýðingu, og er meistaralega fyrir komið þannig, að styrkle'ki aflvjelarinnar komi að sem beztum notum. Vjer ætlum oss eigi að fara að lýsa hinum einstöku hlutum, enda yrði það heil bók ef svo væri gert, en aðalhlutar vjelarinnar eru: Aflvjelln. Aflvjelin eða mótorinn er með líkri gerð og venjulegir mótorar. Hún hefir 80 hestöfl og snýst 800 snúninga á minútu. Aflið er haft svo mikið til þess að vjelinni verði eigi aflfátt þó henni sje beitt á land, sem erfitt er að komast yfir, enda má fullyrða að vjelin hafi nægilegt afl til þess að komast yflr alt þýfi hjer á landi að undanskildum smáblettum stórþýfðum, sem eru hjer og hvar. Mótorinn er þannig útbúinn að Þurfi hann eigi að nota alt sitt afl, þá er einnig hægt að minka eldsneytið. Til eldsneytis er notað bensín. Afl-

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.