Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1922, Side 53

Búnaðarrit - 01.01.1922, Side 53
BtiNAÐARRIT 47 2) Brotnaöi hald á öxulenda (D 2013). Smíðagalli var á þessu og var gert að því hjer í Reykjavik, því eng- inn varahluti fylgdi. Líkar bilanir urðu tvívegis aftur og var gert við þær hjer og hafa dugað síðan. Hinar nefndu bilanir standa allar í sambandi við stýrisút- búnaðinn á vjelinni, sem auðsjáanlega orsakast af því að erfiðara er aö stýra henni á þýfl en sljettu landi. Þessa hluta, sem brotnuðu er hægt að styrkja án mikils kostnaðar. Þess ber líka að geta að með breið- um framhjólum (80 cm.) er erfitt að stýra vjelinni í þýfi og reynir þá mikið á stýrisútbúnaðinn. Eftir að framhjólin voru mjókkuð (45 cm.) bilaði stýrisútbún- aðurinn eigi og virðist því að aðalorsök bilananna hafi verið hin breiðu framhjól. 3) Útbúnaður sá, er tætarinn hvílir á, bilaði eitt einn. Það var í mógrafa landi og orsökin að líkindum sú, að tætarinn hefir orðið fyrir of miklum vindingi og hliðarbeygjum. Yið þetta var gert hjer enda auðvelt að gera þann útbúnað sterkari 4) Á aflflutningstækjum vjelarinnar bilaði eitt sinn arm- ur (D 924), auðvelt var að gera að honum, en til þess að geta gert það þurfti að taka vjelina mikið í sundur. Það tók langan tíma en var lærdómsríkt fyrir þá, sem voru að læra meðferð vjelarinnar. Auk þessa urðu nokkrar smábilanir á vjelinni, var gert við þær allar jafnharðan, annaðhvort með nýjum varahlutum sem til voru, eða þeir voru smíðaðir. Allmargir hnífar brotnuðu í sumar af vjelinni, á þessu er ætíð hætta ef hnifarnir lenda á stórum steinum. Þarf því að rannsaka svæðið áður en unnið er og hreinsa burtu alt stórt grjót eða merkja við það, sem eigi er sýni- legt. Eins og sjest af útdrætti þessum urðu bilanirnar nokkr- ar á vjelinni í sumar. Stafa sumar beint af smíðisgalla frá. verksmiðjunni, og þeim ber hún ábyrgð á. Aðrar

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.