Búnaðarrit - 01.01.1922, Síða 62
56
BUNAÐARRIT
hugsanlegt, að nobkur hluti þess sje eins mikils viiði
og því sem áveitu-kostnaðurinn nemur. — Yerður nánar
vikið að því síðar.
Þá kemst Thalbitzer að raun um, að hallinn á áveitu-
svæðinu er þetta að jafnaði frá 1 : 500—1 : 800. Eftir
því er hægt að gera sjer grein fyrir því, hvernig hagar
til með uppistöðu-garða og framiæslu alment.
Hann gerir helst ráð fyrir því, að verkið verði boðið
út, helst í heilu lagi — því annars verði landsstjórnin
sjálf að stjórna því — en það álítur hann ekki eins
affarasælt.
Eins og að líkindum lætur, varð Thalbitzer ekki svo
kunnugur hjerlendum búnaðarháttum, að hann gæti
geftð rökstutt. álit um tilhögun og væntanlegan hag af
áveitunni — enda mun honum hafa verið það ljóst
sjalfum. Af persónulegri viðkynning við hann vitum við,
að hann áleit það og utan við verkahring sinn, að gera
út um, hvernig áveituna skuli reka og hvers megi af
henni vænta. Hann gerir því enga tilraun til þess, að
gera grein fyrir því, hve arðberandi fyrirtækið geti orð-
ið — enda þótt hann sje maður mjög vanur undirbún-
ingi jarðyrkju-fyrirtækja.
Vöntun þessari hugði Thalbitser að bæta úr, er hann
undirbjó Miklavatnsmýrar-áveituna 1910, víst að undir-
lagi Búnaðarfjelags íslands. Hún átti að sýna það í verki,
hvers vænta má af Flóaáveitunni. Því miður urðu á
henni mistök í fyrstu, eins og kunnugt er, sem tafði
fyrir árangri hennar. En það, sem nærri því verra var,
Henni hefir verið of litill gaumur gefinn, sem tilraun.
Líklegt er þó að hægt væri að fá nokkra vitneskju um
árangur hennar, sem að gagni megi koma, þó þess væri
ekki leitað fyr en nú. En sem stendur er okkur ókunn-
ugt um, að nokkrar skýrslur sjeu til, sem um hana
fjalla. Og síðastliðið sumar mun gagn af henni hafa
rýrnað fyrir tómlæti áveitu-bændanna, vanhirðu á við-
haldi skurða.