Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1922, Page 70

Búnaðarrit - 01.01.1922, Page 70
BtiNAÐAKRIT 64 Upphaf Yerksins. Það liggur því mjög nærri, að byrja áveituverkið með því, að gera uppistöðu-garða á áveitusvæðinu, sem halda inni rigninga- og leysinga- vatni, það sem það nær. Meðal-úrkoma 6 vetrarmánuð- ina telur Þ. Th. í „Lýsing íslands" í Vestmannaeyjum 760 mm., og er það rífleg tveggja mánaða áveita, en gera má ráð fyrir að lík sje hún þar og í Flóa. Þótt þess konar áveitum sje að mörgu leyti ábóta- vant, og takmarkað hve þær geta náð yftr stórt svæði af landinu, þá er enginn vafl á því, að þær gera gagn. Og sá kostur fylgir, að kostnaðurinn er tiltölulega lítill á svo flötu landi sem Flóinn er. Og sje byrjað þannig á áveituverkinu, fengist óefað betri vissa fyrir, hvaða hagnaðar mætti vænta af Hvítár- áveitunni. Þá fengist öruggur mælikvarði fyrir því, hve langt hrykki Hvitár-áveituvatnið — og jafnvel mætti gera tilraunir með tilbúin áburðarefni með rigningavatns- uppistöðunum, svo hægt væri að gera sjer í hugarlund bæði hvernig vatn og áburðarefni borguðu kostnaðinn við hana. Það yrðu þá aðallega aðal-aðfærsluskuiðirnir, sem þar kæmu til greina. Auk þess væri þá fengin reynsla fyrir Skeiða-áveitunni, sem að gagni kæmi. Nokkra framiæslu yiði að gera um leið og gerðir yrðu garðar — strjálli en við fullkomnu áveituna — um svæðið, en alt yrði það gert samkvæmt splaninu“ fyrir Flóa-áveitunni fullgeiðri. Kostnaður við garðahleðslu í Flóanum ætti að verða um 3—4 dagsverk á ha. hvern, sem sjáanlegt væri að þýddi að hlaða garða á, meðan vatnið er svo takmarkað. Pó eitthvað yrði hlaðið meira af göiðum, gerði það ekki svo mikið, því þeir kæmu að gagni bráðlega. Búnaðarhagir í Flóannm, eins og þeir eru nú, hvetja og mjög til þess, að tekið væri þannig á málinu í fyrstu, því búin eru mjög lítil og vanmegnug til meiri háttar útgjalda. Samkvæmt skýrslum hins nýafstaðna

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.