Búnaðarrit - 01.01.1922, Side 80
74
JBtfNA ÐARRIT
vaxinn og holdastælinn; og þessa kosti hans erföu af-
kvæmi hans í svo ríkum mæli, að þótt ærnar væru
misjafnar, þá brást varla nokkur skepna undan honum
með mikil hold, þol og fallegan lit, gult í andliti, en
fæst af því náði meira en meðalstæið. Nokkrar ær 61
jeg undan honum Jjósgráar, og voru það samvaldar
gæðaskepnur. Jeg þykist ekki í neiuum vafa um, að
Ijósgrái liturinn, sem enn helst við i fjenu, stafl frá
Teigakots-Blesu gömlu, enda hafa þessar gráu ær mik-
inn svip af henni.
Haustið 1907 keypti jeg lambhrút af Jóni í Haga.
Um þær mundir seldi Jón margt af hrútum, og reynd-
ust sumir þeirra ágætlega; þó tel jeg að 5 þeirra hafl
skarað mest. fram úr, og vil jeg til gamans geta þess,
hveijir hlutu þá. Þeir voru: Hallgrímur Jónsson, bóndi
á Hnjúki í Vatnsdal, Jónas Björnsson, bóndi á Marðar-
núpi (hans hrútur var þó tvílembingur), Guðjón Jónsson,
bóndi á Leysingjastöðum í Þingi og Tryggvi Guðmunds-
son, bóndi á Stóru-Borg. Þann hiút fjekk síðar Ólafur
Guðmundsson, bóndi á Þóreyjarnúpi; og Jónas bóndi
Jónasson í Hlíð á Vatnsnesi, bróðir Jóns í Haga, hlaut
einn þenna dýrgrip. — Hrút þenna frá Jóni kom jeg
með hingað veturgamlan. Hann var stór og vel vaxinn,
ullprúður, svardropóttur í andliti og mjög fallegur. Hann
vóg 200 ÍB 4 vetra, þegar jeg seldi hann, og hjelt þeirri
vigt þar til hann var feldur, 6 vetra. Jeg fjekk undan
honum stórar, vel vaxnar og fallegar kindur; en þær
voru margar of andlitshvítar og ekki nógu holdagóðar;
enda vantaði hrútinn sjálfan nægilega vöðvastælingu,
svo hann gæti góður kallast Enda kom það brátt í Ijós,
að dætrum hans tjáði ekki að etja kappi við öðlings-
dætur, þegar á reyndi. Þó fjekk jeg undan Haga nokkrar
ær góðar og eina aibragðs-góða. Kynbæturnar voru nú
fremur hægfara fyrstu árin, og mun enginn fuiða sig á
því, þegar þess er gætt, að ærnar voru ósamstæðar.
Pyrstu 3 árin setti jeg næstum hvert gimbrarlamb á,