Búnaðarrit - 01.08.1922, Blaðsíða 5
BtíNAÐARRIT
3
ingu á nýju erindisbrjefi fyrir þá, og um Ieið voru
samdar leiðbeiningar um slátrun og kjötsöltun. Þær leið-
beiningar eru prentaðar í 34. árgangi „Búnaðarntsins*,
og eru vafalaust hinar bestu, sem hjer hafa verið samdar.
Þær kjötskemdir, sem aðallega gera vart við sig síð-
ustu árin, eru hinar illræmdu súrskemdir, og ætlun mín
er að sýna fram á, með ritlingi þessum, af hverju þær
stafa. Tvö fyrstu árin, er jeg veitti Efnarannsóknastofu
ríkisins forstöðu, vann jeg talsvert að súrskemda-
rannsóknum á íslensku saltkjöti, en varð síðan, sökum
annríkis, að hætta við þær að miklu leyti. Nú hefi jeg,
með tilstyrk Alþingis og annara, lokið við þessar rann-
sóknir erlendis. Sjálfsagt má bæta nokkuð úr súrskemd-
unum á kjötinu, eins og síðar verður á minst, en þótt
komist yrði hjá þeim að öllu leyti, er ekki svo að skilja,
að kjötmarkaði vorum sje borgið. Saltkjöts-salan erlendis
er mjög takmörkuð, og nýmetis-notkun vex með ári
hverju. En hvernig sem saltkjöts-markaður vor kann að
reynast í framtíðinni, er nauðsynlegt að menn viti al-
ment um uppt.ök súrskemdanna. Því hefl jeg reynt að
lýsa saltkjöts-rannsóknunum á alþýðlegu máli, en get
jafnframt um helstu heimildarrit, er jeg hefi stuðst við,
til þess að gera þeim hægara fyrir, er vilja kynna sjer
vísindalegan gang rannsóknanna. Loks ber mjer að geta
þess, að professor dr. H. Weigmann, forstöðumaður
Landbúnaðar-rannsóknastofunnar í Kiel, hefir góðfúslega
Jjeð mjer mörg heimildarrit og auk þess aðstoðað mig
á annan hátt.
í janúar 1922.
Höfundurinn.