Búnaðarrit - 01.08.1922, Síða 10
8
BÚNAÐARRIT
gerðar á Iangþreyttu fje, er hitinn talsvert lægri. Jón
Guðmundsson yfirkjötmatsmaður kannaði t. d. líkams-
hita í nokkrum uppgefnum kindum, og reyndist hann
ekki hærri en 38,1—38,3 í sumum þeirra. Jón Collin
kjötmatsmaður mældi einnig hita í langþreyttu sauðfje,
og reyndist hitinn 38,1—38,7 í því, sem verst var út-
leikið. Höf. hefir einnig gert allmargar hitakannanir í
langþreyttu fje, og hefir niðurstaðan reynst svipuð og
hjá kjötmatsmönnunum, en þess má geta, að í tveimur
lömbum var hitinn talsvert hærri, en venja er til í
óþreyttum lömbum, en það gæti stafað frá meiðslum,
því að lömbin voru reidd og höfðu marist allmikið. Annars
hefir hitinn jafnan reynst lægstur í því fje, sem verið
hefir máttlaust eða ósjálfbjarga af þreytu.
Hvað viðvíkur þreytunni í sauðfjenu og áhrifum henn-
ar á blóðmegnið í kjötinu, þá er ólíkt meira blóð í því,
sje fjenu slátrað langþreyttu, og sama er að segja, sje
því slátrað áður en það kastar mæðinni eftir snögga
áreynslu. Samkvæmt 28 samanburðar-rannsóknum höf.
að dæma verður að meðaltali um 12% meira af blóði
eftir í kjöti af þreyttu fje en óþreyttu. Blóðmegniö er
vitanlega talsvert misjafnt í kjötinu, og er þvi meira,
sem þreytuástandið hefir verið illkynjaðra. Kjötkroppar
af uppgefnu sauðfje eru venjulega auðþektir. Kjötið stirðn-
ar óvenju-ört eftir slátrunina og linast fyr aftur, en af
óþreyttu fje. Hvortveggja stafar frá þreytusúrnun i vöðv-
unum. Á ganglimunum verður oft vart við einskonar
sogæðabólgu. í hinum hárfínu æöum er meira eða minna
af dökkrauðu, kolsýrukendu blóði, sem stöku sinnum
virðist vera dálítið uppleyst (hemolyserað). Líka er al-
títt að ganglimir sjeu þrútnir og blóðhlaupnir, og undir
bógnum er venjulega blóðvatnsvilsa, og hún er blóðlituð,
sje um talsverða þreytu að ræða. Blóðið í smáæðunum
stafar alloft frá því, hve illa hefir blætt við slátrunina,
en þroti og blóðhlaup í ganglimunum mun oftast stafa
frá smáæðabílun. Æðabilun þessi er í raun og veru þreytu-