Búnaðarrit - 01.08.1922, Page 21
BÚNAÐARRIT
17
mikið á mjög smágerðum hnattlaga gerlum, og lítið eitt
verður einnig vart við af hinum smávöxnu gersveppum.
Þegar súrgerjunin er lengra á veg komin og dálítið fer
að bera á ýldu í kjötinu, verður smáverugróðurinn miklu
fjölbreyttari. T. d. eru þá fleiri tegundir af hnattlaga gerl-
um, sumir þeirra hafa perlubandslögun, en flestar teg-
undirnar vaxa á annan hátt. Þá verður vart við nokkrar
tegundir af kvikum stryklaga gerlum, en gersveppirnir virð-
ast hverfa eftir því, sem ýldan ágerist í saltleginum. Til
þess að unt væri að komast að raun um, hvaða smáverur
kæmu aðallega af stað súr og ýlduskemdunum, var reynt
að hreinrækta smáverur þær, sem vart varð við í salt-
leginum. Samtals hafa verið hreinræktaðar 19 tegundir;
af þeim voru 9 stryklaga gerlar, en 7 hnattlaga og 3
gersveppategundir. Að lokinni hreinræktun var kannað
saltþol hinna ýmsu smáverutegunda, en það var gert til
þess að vita, hverjar þeirra væru líklegastar til þess að
hefja súrgerjunina í kjötinu. Smáverurnar voru ræktað-
ar við hæfilegan hita í misjafnlega söltu kjötseyði.
Minsta saltmegn var 3°/o, en síðan bætt við salt-
megnið upp að 27°/«, en á því stigi var ekki unt að
klekja út neinum af smáverutegundum þeim, er fundist
hafa í skemdu saltkjöti. Þegar seltumegnið var komið
hpp að 12°/o, voru aðeins eftir 7 af hinum 19 smáveru-
tegundum, sem hægt var að rækta í svo sterkum salt-
legi. Saltmegnið var nú aukið smám, saman og þegar
það var orðið 18,5°/o, voru aðeins eftir 5 tegundir smá-
vera, sem unt var að klekja út í sterkari saltlegi, en
það voru 2 tegundir stryklaga gerla, önnur gild og
ókvik, en hin örmjó og kvik, auk þess 2 tegundir hnatt-
laga gerla og hin 5 smávaxnir gersveppir. Það er eftir-
tektarvert, að 3 þessarra smáverutegunda verður einmitt
vart við í saltleginum, þegar súrskemdirnar í kjötinu
eru á byrjunarstigi. — Nú var kannað, hver áhrif gerla-
tegundir þessar hefðu á saltlöginn, og reynt að auka
lítið eitt við saltmegnið. Hinn ókviki gildi stryklaga
2