Búnaðarrit - 01.08.1922, Page 22
18
BÚNAÐAKRIT
gerill, sem sýndur er á 2. mynd, óx jafn-vel, þótt salt-
megnið í kjötseyðinu væri um 23°/«- Efnabrigðin, sem
komu í ijós við vöxt gerlanna, voru mjólkursýra, smjör-
sýra, kolsýra og örlítið af vatnsefni. En gerlategund
þessi gat ekki valdið neinum ýlduskemdum í kjötseyð-
inu. Um saltþolið er það að segja, að stryklagagerill
þessi gat lifað í nokkrar vikur í 27°/o saitlegi. Yöxtur
var enginn sjáanlegur, en gerlarnir afmynduðust, urðu
misgildir og bognuðu sumir þeirra, eins og sjá má á 1.
mynd. Saltið gekk jafnvel svo nærri gerlunum, að hinn
slímkendi eggjahvítuforði iosnaði við frumuveggina (Plas-
molyse). Væru gerlarnir ræktaðir á ný í saltlitlu kjöt-
seyði, náðu þeir sjer aftur og tóku að vaxa. Um ger-
sveppina er það að segja, að þeir virtust vera jafn-salt-
þolnir og hinn ókviki stryklagagerill, en áhrifin á kjöt-
seyðið voru lítil. Þó má geta þess, að örlítið varð vart
við kolsýrumyndun. — Hvað viðvíkur áhrifum hnatt-
lagagerlanna á saltkjötsseyði, þá varð lítið eitt vart við
brennisteinvatnsefni og Plienol-myndun í því, en þau
efni benda á rotnunarefnabrigði. Efnabrigði þessi varð
einkum vart við hjá örsmáum hnattlagagerlum, sem
sýndir eru á 3. mynd; þeir eru jafnan í skemdum salt-
kjötslegi, enda þróast þeir allvel í 18,5% saltlegi, eins
og áður er getið um. — Þá er að minnast á hinn ör-
mjóa, kvika stryklaga geril, sem óx einnig í 18,5°/o
sterkum saltlegi. Vöxturinn er að vísu lítill í svo sölt-
um legi, en sje seltan um 14°/o eða minni, margfaldast
gerlategund þessi mjög ört og veldur hinum megnustu
ýlduefnabrigðum í söltu kjötseyði. Útlit gerlanna er eins
og sjá má á 4. mynd; þeir hafa gró í öðrum endanum
líkt og stífkrampagerlar.
Eftir rannsóknum þessum að dæma, er ekki ólíklegt
að hinn ókviki, gildi stryklaga gerill, sem áður er getið
um, valdi aðallega upptökum súrskemdanna; því til sönn-
unar má geta þess, að gerianna hefir orðib vart í 86
súrskemdasýnishornum af 92, sem ítarlega hafa verið