Búnaðarrit - 01.08.1922, Page 25
BÚNAÐARRIT
21
ekki eins saltþolnir og koma því varla til greina við
súrskemdirnar í kjötinu. En í spörðunum voru einnig
perlubandslagaðir geriar, sem valdið geta mjólkursúr í
kjötinu, því að þeir eru talsvert saltþolnir, enda heflr
þeirra orðið vart í allmörgum súrskemda-sýnishornum.
Hvað viðvikur verustað hinna kviku stryklagagerla,
sem ýlda saltkjötið, þá er fyrst og fremst mikið um þá
á kindafótunum, eins og áður er minst á, en þeir eru
líka í ullinni á fjenu, einkum neðan í kviðnum. Auk
þess, að gerlar þessir valda ýldu í saltkjötinu, koma
þeir af stað feitigerjun í gærunum, sýra þær og ýlda,
ásamt öðrum gerlum, sem vinna einnig að þeirn skemd-
um. Feitigerjunin lýsir sjer þannig, að meir eða minna
hitnar í gærunum, en það ber oft við, sjeu þær saltað-
ar votar, eða ef mikill raki er í ullinni. Saltið sýgur í
sig rakann og rennur of ört í gærunum, en þá er hætt
við, að saltlögurinn leki úr þeim og gerjunin nái tök-
um á gærunum sökum saltþurðar. Ef ullin á gærunum
er nokkurnveginn þur, og þær saltaðar vandlega, ekki
síðar en þrern dægrum eftir slátrunina, geymast gær-
urnar all-lengi. Saltið sýgur í sig 14—15% af raka úr
skinninu, en sá raki nægir tæplega til þess, að saltið
renni í því, en þá verður seltan svo mikil, að lítil hætta
er á því, að gerjunin nái tökum á gærunum, þótt mik-
ið sje um saltþolna gerla í þeim.
Af því, sem hjer er sagt, virðast saltkjöts-skemdagerl-
arnir stafa frá jarðveginum eða sauðfjenu, og smitunin
á sjer eflaust stað við slátrunina.
Hvornig draga má úr smitunarhættunni.
Það er óneitanlega örðugt, að verjast því, að kjötið
smitist við slátrunina, þegar þess er gætt, að gerlarnir
eru í ristlinum og í ullinni. Fyrsta skilyrði til þess, að
unt sje að verjast nokkuð smituninni, er að sláturhúsin
sjeu rúmgóð og að verkaskiftingunni sje heppilega fyrir
komið. Fláningannenn verða að fara hreinlega með