Búnaðarrit - 01.08.1922, Page 27
BtíNAÐAflRIT
23
lagi eru kropparnir aldrei laugaðir úr sama vatni, og
fyrir þá sök mundu gerlarnir varla berast af einum kroppi
á annan. Þennan lið i slátruninni verða sláturhús vor
að taka til íhugunar svo fljótt, sem unt er, því kjötþvott-
urinn með gamla laginu eykur á gerlasmitunina, jafnvel
frekar en öll önnur meðfeið á kjötinu, eins og hún er
nú í sláturhúsum vorum.
Þeir menn, sem taka volga kroppaua eftir þvottinn
og bera inn í kæliskálann, verða jafnan að vera í hrein-
um fötum. Best er að bera kroppana á öxlinni og leggja
dúk undir þá, en sama dúkinn má að eins nota einn
dag í senn, og verða þeir því að vera margir til skift-
anna. Aðferð þessi tíðkast erlendis á nýtísku-sláturhús-
um og er mjög eftirbreytnisverð. Meðan kjötið er að
kólna á krókunum, verður að varast að hinir og aðrir
í óhreinum fötum gangi á mílli kroppanna eða hand-
leiki þá. Loftrásin í kæliskálanum þarf að vera í góðu
lagi, svo að kjötið kólni því fyr, og helst ætti að vera
þiljað á milli kæliskálans og fláningar-klefans. Með slíku
fyrirkomulagi má komast hjá því, að daunilla velgjuna
leggi inn á kjötið í kæliskálanum, en það er mikill
kostur, því að feitinni er gjarnt á að soga í sig óþeflnn, á
meðan hún er að storkna í kjötinu. Einkar-áríðandi er
að hreinlega sje farið með kjötið við söltuDina, ekki
síst sökum þess, að þegar farið er að lima kjötkroppana
í sundur, er því miklu hættara við að smitast gerlum,
en í heilum, stirðnuðum kroppum. Einkum ber að
gæta þess, að höggstokkurinn sje vandlega hreinsaður á
hverju kvöldi, sje hann notaður daglega. Hyggilegt er
að rjóða kalkblöndu á höggstokkinn að kvöldinu til, og
lauga hana af með hreinu vatni að morgni, og sama er
að segja um borðin, sem kjötið er lagt á fyrir söltunina.
Um kjöttunnurnar er það að segja, að helst ætti að
ijóða þær innan með kalkblöndu, þvo þær síðan og af-
vatna, áður en saltað er í þær. Ráðlegra er að nota
beyki en eik í tunnurnar, því að all-oft ber við að trefja-