Búnaðarrit - 01.08.1922, Qupperneq 31
BÚNAÐAftRIT
27
ig, að feitt og magurt kjöt var saltað sitt í hvort ílát,
á venjulegan hátt, og 25% saltlegi rent á það eftir sölt-
unina. Eftir þrjú dægur var nýjum saltlegi bætt í ílátin,
líkt og tiðkast hjá sláturhúsunum. Að svo búnu var
saltmegnið í kjötinu og feitinni kannað vikulega i tvo
mánuði. Saltmegnið reyndist vera eins, og sjá má af
skránni, sem hjer fer á eftir.
Saltmegn í l'oitu og mögru snuði'járkjöti.
Vlkutal 1 2 3 4 5 0 7 8
Saltm. í mögru kjöti 5,33 6,75 8,43 8,57 8,64 8,66 8,62 8,62 >
— • feitu — 3,42 3,86 4,45 4,90 5,60 5,70 5,71 5,73
— - kjötfeiti 0,96 1,48 1,79 1,80 1,80 1,80 1,80 1,80 °/o
Eítir skránni að dæma ber mest á saltsækni kjötsins
3 fyrstu vikurnar eftir söltunina, og saltmegnið virðist
lítiö aukast eftir fimtu vikuna. Það kom greinilega í ijós
við geymslutilraunirnar, að saltsækni kjötsins fer mjög
mikið eftir fitumegni þess, enda tekur feitin við litlu af
salti, eins og sjá má af skránni. Ef saltmegnistölurnar eru
bornar saman við saltiýrnun í leginum, þá virðist ganga
minna af salti í kjötið, en rýrnun saltlagarins bendir á.
Vitanlega gengur lítið eitt af salti í tunnurnar, og líka
kann það að rýrna dálítið á annan hátt.
Til þess að kanna enn betur saltiýrnunina 1 kjötlegin-
um, og á hvaða stigi kjötið væri saltsæknast, voru gerð-
ar aðrar geymslutilraunir með feitt kjöt og magurt.
Saltrýrnunin í leginum var könnuð annanhvorn dag fyrstu
vikuna, en úr því vikulega, eins og saltrýrnunar-upp-
drátturinn sýnir. Niðurstaða þessarra tilrauna var að því
leyti svipuð hinum fyrri, að saltiýrnunin í kjötleginum
er lítið eitt meiri en saltið í kjötinu. Uppdrátturinn sýnir
greinilega, að magra kjötið rífur miklu örara í sig saltið
en hið feita, og saltsækni kjötsins er langmest 4 fyrstu