Búnaðarrit - 01.08.1922, Blaðsíða 35
BÚNAÐARRIT
31
legi, en þróast iítið. Einstöku smáverutegundum má
klekja út í miklu sterkari saltlegi, og hinn ókviki súr-
skemda-gerill í saltkjötinu íslenska er því miður gædd-
ur þeim eiginleikum. En þótt mikið sje um saltþolnar
smáverutegundir, þá má yflrleitt segja, að lítið beri á
gróðri í kjöt-saltlegi, sem er um og yflr 24°/o að styrk-
leika.
Það hefir verið reynt að bæta á ýmsan hátt matar-
geymslu-eiginleika saltsins, en lítið heflr orðið ágengt
í þeim efnum. Saltmegnið og rakarýrnun ræður mestu
um geymslu matvælanna, enda höfum vjer reynslu í
því, hvað saltfiskinn snertir. — Hjer má samt geta þess,
að vel gefst að blanda örlitlu af kreosóti í saltlöginn,
áður en honum er rent á kjötið, íblöndunin virðist tals-
vert auka haldgæði salskjötsins, jafnvel þótt skömtunin
sje ekki stærri en svo, að hún samsvari kreosóti því,
sem venjulega er í vel reyktu hangikjöti.
Nægilega reynslu og víðtækari tilraunir vantar þó í
þessu efni, en hvortveggja má afla sjer með tímanum.
Niðnrstaða.
Niðurstaða saltkjöts-rannsóknanna verður í aðal-
atriðum þessi:
1. Þreytusúr hleðst í vöðvana á sauðfjenu, af of-þreytu
og illri meðferð í rekstrunum.
2. Sjo fjeð ekki hvílt nægilega, áður en því er slátrað,
blæðir því ver, þótt æðarnar sjeu opnaðar þegar í
stað eftir skotið, og þreytuefnin verða eftir í kjótinu.
3. Saltkjötið geymist því skemur, sem meira er um
blóð og þreytuefni 1 því.
4. Skemdirnar koma því fyr í ijós, sem kjötið er geymt
við meiri hita.
5. Súrgerjun og ýlduskemdum í kjötinu valda aðal-
lega saltþolnir gerlar, sem hafast jafnan við í jarð-
vegi.