Búnaðarrit - 01.08.1922, Qupperneq 36
32
BÚNAÐARRIT
6. Kjötið smitast við slátrunina, því að gerlarnir eru í
kinda-ristlunum, auk þess á fótum þeirra og í gær-
unum, en mikið má verjast smituninni með um-
getnum varúðarreglum.
7. Sauðfjárkjötið er yfirleitt fremur illa fallið til sölt-
unar, sökum þess, hve feitin í því er lítið dreifð.
Raunar þolir feita kjötið allvel söltun, en hið magra
er of saltsækið, og verður því þurt og bragðlítið við
langa saltgeymslu.
8. Kjötsöltunina mætti bæta með því, að þrýstisalta
ganglimi, og ætti sú aðferð einkum við kjöt af vænu
sauðfje, og kjötið má helst ekki salta siðar en 36
kl.st. eftir sláttunina.
9. Matarsaltið hefir ekki eins skaðvæn áhrif á smá-
verurnar, og alment er álitið. Þess vegna geymist
saltkjötið eklci til lengdar, jafnvel þótt söltun þess
og meðferð sje í sæmilega góðu lagi.
10. Hitaskemdum í söltuðum gærum valda að mestu
leyti samkyns jarðvegs-gerlar, og getið er um að
ýldi saltkjötið. — Yenjulega má komast hjá gæru-
skemdunum, ef þess er gætt, að salta þær nægi-
lega þurrar.
Framtíðarliorfur.
Þótt saltkjöts-rannsóknir þær, sem hjer hafa verið
birtar, sjeu að miklu leyti ihlaupaverk, þá skýra þær
dálitið framtíðarhoifur saltkjöts-sölunnar. Feita kjötið af
væna fjenu virðist vel mega salta og selja á erlendum
markaði, en miðlungs-kjöt og magurt er illa fallið til
söltunar. — Yið þetta bætast örðugleikarnir að verja
kjötið skemdum, þótt saltað sje. Hitt er þó miklu verra,
að vjer fáum of-lágt verð fyrir sultkjötið erlendis, af því
að saltmeti yflrleitt er í lágu verði í samanburði við
nýmeti.
Nú má búast við, að kjöt-framleiðslan aukist hjer að
mun, eftir þvi sem landbúnaðurinn kemst í betra horf,