Búnaðarrit - 01.08.1922, Blaðsíða 37
BÚNAÐARRIT
33
en þá fer málið að vandast, því sjálfsagt er að koma
sem mestu af afurðum vorum á erlendan markað og
reyna að fá sem hæst verð fyrir þær.
Það er kunnara, en frá þurfi að segja, að saltkjöts-
maikaðurinn erlendis er mjög takmarkaður, og þess
vegna er ráðlegt að skamta hæfilegan útflutning, ■— hafa
sem sje ekki ofmikið saltkjöt á boðstólum, en láta það
vera gott, svo að það fái orð á sig. Með því móti mætti
fá sæmilega hátt verð fyrir feita kjötið, þótt ekki mætti
búast við jafn-háu verði, og fást mundi fyrir það, ef
unt væri að koma því nýju á erlendan markað.
Yel væri, ef komist yrði hjá því, að salta rýra kjötið,
en reyna heldur að koma því öðruvísi á markaðinn.
Nýtt sauðfjárkjöt þykir yfirleitt lostæt fæða, enda er það
jafnan í háu verði erlendis, og takmark vort á að vera
að koma því nýju á markaðinn. Hvaða leiðir muni vera
hentugastar í bessum efnum, verður ekki sagt um með
vissu, nema því að eins, að málið sje athugað mjögná-
kvæmlega. íslenska sauðfjárkjötið er talsvert frábrugðið
kjöti því, sem venjulega er soðið niður erlendis eða
fryst og sent þannig landa á milli. Nauðsynlegt er þvi,
að gera all-ítarlegar niðursuðu-tilraunir á kjötinu, til
þess að komast að raun um, hvernig beri að flokkaþað
til niðursuðu. Enn fremur væri ráðlegt að reyna að gera
tilrauna-sölu á frosnu kjöti. Nú vill svo vel til, að
e/s „Gullfoss" hefir kælivjelar og allvel einangraðan
kæliklefa, sem senda mætti í kjöt til tilrauna-sölu er-
lendis. Kjötið yrði vitanlega að frysta hjer og láta í
umbúðir, áður en það færi af stað, og mundi það hafa
talsverðan kostnað í för með sjer, en óreynt er, hvort
sá kostnaður mundi ekki marg-borga sig.
Þetta tvent nægir að benda á í bili, en ekki er ólík-
legt að koma mætti kjötinu ósöltuðu á erlendan mark-
að með öðrum geymslu-aðferðum, sem gætu ef til vill
komið til greina.
ð