Búnaðarrit - 01.08.1922, Blaðsíða 43
BIÍNAf) ARRIT
39
Þar sem menn koma landi í rækt, án þess aö plægja
þaö upp, hvort svo sem það er í úthaga eða landi, sem
kallað hefir verið tún að nafni, en er það ekki að notum,
skal bera á dagsláttuna 100 kg. af þessum
þrem umræddu áburðartegundum, ef ástæða
þykir til að nota þær allar, annars frekast saltpjeturinn,
þá superfosfatið, og sist kalíið. Helmingur saltpjet-
ursins berist á þegar nál er að koma í jörð, en hinn
helmingurinn þegar kominn er góður þeli. Super-
fosfatið þegar jörð kemur undan snjó, og kalíið
á haustin.
Þeir sem eiga nært.ækar, greiðfærar harð-
vellis-grundir, ættu sjerstaklega að gefa því gaum,
að reyna að koma þeim til, með áburðinum einum. En
athugamál er það, þar sem eru grasgefnar hálfdeigju
mýrar, hvort ekki er hægt með framræslu að
koma þeim svo til á fáum árum, að þær órótaðar tækju
gagngerðum stakkaskiftum með áburðinum — en þá þarf
helst að bera allar áburðartegundirnar á. Þegar rotnun
mýranna kemst lengra áleiðis, rekur líka að því, að spara
má hinn dýrari köfnunarefnis-áburð. — Þar sem borið
er á, til viðhalds á ræktarjörð, má láta sjer
nægja með helmingi minna, 50 kg. á dagsláttu
af h verri tegund.
Allar þessar tölur eru eftir hjerlendri reynslu, eins og
hún nú liggur fyrir.
Þeir bændur, sem ekki hafa notað tilbúinn áburð áður,
verða sem fyrst að gera sjer grein fyrir því, hvernig
notkun hans borgar sig fyrir þá. Aðal-bendingin sem
menn hafa, er mismunur á afrakstri lands, sem fær
tilbúinn áburð og engan áburð. Samanburður
á notagildi tilbúins áburðar og búpenings-áburðar kemur
hjer síður til greina, því alstaðar þar sem lögð er stund
á jarðrækt, og landiými er nóg, eru ótakmörkuð not
fýrir áburð. Hitt er það, þar sem menn finna að
áburðarhirðing er lakari en vera ber, þar liggur