Búnaðarrit - 01.08.1922, Qupperneq 45
BÚNAÐAÍtRIT
41
en sje um lítinn garð að ræða, má hafa blett þann minni.
Samanburður fæst og á þeim pörtum garðsins, sem fá
búpenings-áburð og húsdýra-áburð, og má af því marka
hve vel áburðarþörf garðsins hefir verið fullnægt með
búpenings-áburðinum einum.
Samanburður þessi fæst með því, að vigta
uppskeruna úr görðunum um leið og tekið
er upp úr hverjum blettanna fyrir sig.
Á tún, sem er i sæmilegri rækt, skal reyna áburð-
inn, þessar tvær tegundir saman, á 200 fermetra blett
(ca. 50 faðmar2) og bera á sem hjer segir :
2V2 kg. af Noregs-sallpjetri.
2*/2 — - superfosfati.
Við tún-útgræðslu eða nýyrkju skal bera 5 kg.
af hverri áburðartegundanna á jafnstóran
blett, 200 fermetra. En samanburður verður hjer að
fást með þvi, að mæla út jafnstóran blett, sem ekkert
er borið á, og vigta eftirtekjuna af blettunum, þegar
slegið er í þurru veðri. Gæta verður þess vitanlega, að
blettirnir sjeu nægiiega vel afmarkaðir, og alveg
friðaðir, því ef ekki er alheld girðing um þá, bítast
þeir, og gerir það samanburðinn einskisvirði.
Greinargerð um tilraunir þessar eða athuganir
þarf að senda Búnaðarfjelagi íslands sem fyrst. í henni
þarf að gera grein fyrir hvernig land það er, sem áburð-
urinn er reyndur á. Jarðvegurinn t. d. er sendinn, leir-
blandinn eða moldar-jarðvegur, og umfram alt, hvernig
raka-skilyrðin eru, hvort það er harðvelli, mýrlendi eða
hvað; hvernig sprettan er venjulega, góð eða slæm, og
helst sem mest um jurtagróðurinn á graslendi. Hve gamlir
garðarnir eru, lega þeirra og hvernig þeir hafa reynst.
Mjög er það mikils virði, að hægt sje að bera áburð-
11)r* á, á hentugum tíma, eftir því sem hjer er bent á —
og helst í rakri veðráttu — í stórrigningu er það vart