Búnaðarrit - 01.08.1922, Síða 49
BÚNAÐARRIT
45
einkum a£ vanfóðrun ánna í fyrravetur. Jeg ljet vigta
sjer kroppa a£ tvílembingum og einlembingum. Tvílemb-
ingarnir gerðu til jafnaðar 22 'ffi kjöt, en einlembingarnir
30 ÍB. Jafnaðar-vigt á öllum gærum 7 ÍB. Þessi Ijelega
vigt nú í haust getur ekki af öðru stafað en því, sem
að ofan er ritað, því sömu eru foreldrar lambanna.
Geldum ám er jeg vanur að slátra heima, einkum tvæ-
vetlum; set þær ekki á, nema eitthvað sje verulega í
þær spunnið. Kroppar þeirra hafa verið frá 55—62 íí,
mör 10—14 ® og gærur 10—13 ‘8.
Nú seinni árin hafa mylkar ær uppskornar venjulega
haft 38—48 8 skrokka.
Frá vorinu 1915, til þessa tíma, hefi jeg haft all-
nákvæmt yfirlit yfir ullarmagn af fje minu. Jeg hefi
haldið sjer, út af fyrir sig, ull af tvævetlum, eldri ám,
og gemlingum og hrútum saman, þar til hún hefir verið
þvegin og þur. Útkoman hefir verið þessi: Af tvævetl-
um 5 8 til jafnaðar, af eldri ám 3 8, af hrútum og
gemlingum 4 8, eða 4 8 til jafnaðar af kind. — í 5 ár
hefir þetta vigtar-hlutfall haldist nokkurn veginn ná-
kvæmlega, en síðastliðið vor var ullin nokkuð minni,
ærnar voru líka hirðingarlausar. Jeg mat meira að
skemta mjer á Suðurlandi, sjá konunginn og drotning-
una o. s. frv., en hirða ullina af skjátum mínum.
„Haltu þjer við hærri vegi | hirtu um bú og fje þitt eigi“,
segir skáldið, en það er mjög ótítt, að ull týnist af fje
mínu, svo nokkru nemi, á vorin. Það fyldgast venjulega
snemma og heldur vel ull. Fessi mikla og þunga ull
innleiddist með gamla Víking.
Þeir, sem eru kunnugir staðháttum hjer í koti mínu,
munu fúslega kannast við, að hjer sje erfitt að fram-
fleyta mörgu fje af jarðarinnar eigin ramleik, einkum
hvað heyskap snertir. í bestu grasárum er hjer 130
hesta heyskapur, á því landi, sem engi getur talist, og
aem hefir að bjóða sæmilega gott hey. í grasleysisárum
hefi jeg stundum ekki fengið nema 60—80 hesta. Jeg