Búnaðarrit - 01.08.1922, Page 52
48
BÚNAÐAKRIT
leggur vanalega snemma undir, ef mikla snjóa gerir eða
áfreða, er þá þrautabeitin á hrísmóunum. Á þeim tekur
sjaldan fyrir jörð til lengdar, en einhæf beit er á þeim
þegar hallar vetri, þegar hrískvisturinn er farinn að
trjena, þá verður hann ólystugur og meltist illa.
Afrjettarland það, sem fje mitt gengur á, Yatnsnes-
fjall, er af mörgum talið eitt hið versta afrjettarland
hjer um slóðir. Það er að vísu satt, að það hefir slæma
ókosti, en það hefir líka kosti. í köldum og urfellasöm-
um sumrum er þar mjög illviðrasamt, og hefir það
margoft komið fyrir, einkum seinni part sumars, að fje
hefir hrakist þar til stórskemda og feut til dauðs. En í
sólríkum og hlýjum þurkasumrum fer fje þar all-vel að.
Landið er fremur ííngert og kjarngott holdaland, og
mjér virðist að í öllum betri sumrum verði fje þar
næstum eins holdagott og það, sem gengur hjer á heið-
unum, en dilkarnir verða minni. Um brok og starir er
mjög lítið í fjallinu, því grasi, sem gefur mestan vöxt-
inn í heiðardilkana. Verður þó ekki annað sagt með
fullri sanngirni, en að Vatnsnesfjall, sem afrjettarland,
standi tóluvert að baki heiðalöndunum hjer í Húnavatns-
sýslu.
Jeg get ekki verið að fara hjer út í einstök atriði í
fjármensku aðferðum mínum og reynslu í því efni, til
þess yrði jeg að stofna tíl nýrrar ritgerðar. Jeg býst
heldur ekki við að það yrði til mikillar upplýsingar.
Jeg þyki sjervitur og all-kátlegur í fjármensku minni,
og strákarnir kvarta undan mjer, og sumir segja jafnvel
ómögulegt að gera mjer til hæfls. Upp úr allri minni
sjervisku og kynbótaviðleitni hefi jeg þó áorkað það, að
koma mjer upp fjárstofni, sem er líkur að útliti og
eðlisfari. Fjeð er jafnvaxið og þykkvaxið holdafje, í
meðallagi stórt, en vigtar fremur vel, eftir því sem hjer
gerist. Það hefir þelþykka og þunga ull, með fremur
stuttan, grófgerðan og gormhrokkinn toglagð. Flest gult
í andliti og á fótum, en ullhvítt. Nokkrar kindur eru