Búnaðarrit - 01.08.1922, Page 53
BÚNAÐARKIT
49
þó gráleitar eða dropóttar í andliti og fáeinar grákol-
óttar. Þaö er hraust og þoliÖ beitarfje og borgar vel
fóður sitt og fyrirhöfn.
Gottorp, 8. nóv. 1921.
Ásgeir Jómson.
í tilefni af ofanskráðri grein Ásgeirs Jónssonar í Gott-
orp vil jeg taka fram, að jeg er persónulega nákunn-
ugur fje hans og hirðingu; hann heflr bætt fje sitt
meir en nokkur annar maður, sem jeg þekki. Álít jeg
að fjárstofn hans sje svo hraustur, að hann standi reiðu-
búinn til hreinræktunar. En eigi stofninn að ná þeim
framförum, sem möguleikarnir heimila honum, þarf hann
að framfærast á ríkulegra fóðri en að undanförnu. Þó
ærnar hafl aldrei verið magrar, þá eru þær svo hertar
beitarkindur, að afleiðingar Jjelegs fóðurs koma fyr fram
á lömbunum en ánum, sem ganga með þau.
Þrátt fyrir hina miklu beit, sem fje þetta heflr fram-
færst á, er það ágætt afurðafje, enda mjög vel bygt og
hraust.
Að endingu skal jeg taka það fram, að jeg hefl mörg-
um sinnum verið við vigt á fje í Gottorp, og get því
af eigin þekkingu vottað um margt af þyngdartölunum
í ofanskráðri grein að þær eru rjettar, og sje því ekki
nokkra ástæðu til að rengja hinar.
Þakka svo Ásgeiri í Gottorp fyrir að hann gaf al-
menningi kost. á að kynnast lofsverðri starfsemi hans í
þjónustu sauðfjárræktarinnar, og vona að honum megi
endast aldur og þol, að ganga frá fjárstofninum sem
„kyni“.
Theodór Arnbjörnsson,
frá Ósi.
4