Búnaðarrit - 01.08.1922, Page 54
BÚNAÐARRIT
Brot úr sögu íslenska hestsins.
Þegar ísland bygðist, fluttu landnemarnir hesta með
sjer, ásamt öðru búfje. Mennirnir og hestarnir voru
flestir ættaðir af vesturströnd Noregs. Sumir þeirra flutt-
ust hingað beint frá Noregi, aðrir fluttust fyrst vestur
um haf, sem það var kallað, og þaðan hingað. Sumir
þeirra manna er fluttust hingað frá Orkneyjum og Suður-
eyjum komu einnig með búfje. Nú nýskeð hafa ýmsir
bent á, að íslenski hesturinn væri skyldur núverandi
Shetlandseyja-hesti, því hann hafi ekki „vaðhorn" innan
á fótunum, og marga íslenska hesta vanti það; og draga
þeir þann lærdóm af þessu, að hjer hafl tveim kynjum
verið blandað saman. Aftur á móti heldur einn af helstu
hrossafræðingum Norðmanna — Hirch — því fram, að
Shetlandseyja-hesturinn sje upphaflega fluttur frá Nor-
egi, og sje því samstofna við íslenska hestinn, afspringur
norska hestsins.
Þetta þykir mjer sennilegast, því þrátt fyrir ólík lífs-
skilyrði er íslenski hesturinn töluvert líkur Shetlandseyja-
hestinum, sama er að segja með íslenska hestinn og
norska hestinn, ættarmótið stingur í augun í fyrsta áliti.
Jeg hefi því fyrir satt, að íslenska hestinn beri að skoða
sem afspring norska hestsins, sem hafi orðið íyrir lít-
illi íblöndun af austurlenskum hestum, fluttum sunnan
úr Evrópu á víkingaöldinni, sem jeg vík síðar að.
Hvernig norski hesturinn hafi verið um árið 900 er
ekki auovelt að segja nákvæmlega, þar eð upplýsingar