Búnaðarrit - 01.08.1922, Page 55
BÚNAÐARRIT
61
þær, sem sögurnar gefa, snúast að mestu um aðra
hluti. Þó er til all-mikið af hálfsögðum sögum um þessi
efni, sem upplýsa nokkuð. Á gömlum sögum og rúna-
steinum sjest, að Norðmenn hafa um langan aldur haft
hestinn i hávegum, en verið honum harðir og óhlífnir,
eins og sjálfum sjer. Þeim hefir t. d. um mjög langt
skeið verið mikil metnaðarsök að eiga örugga víghesta.
Þessu til sönnunar skal jeg benda á ritgerð eftir Sigv.
Petersen: „Hesta-at, á Skandenavíu1)". Þar segir hann frá
rúnasteini, sem var í gólfinu í Eggeby-kirkju í Upp-
löndum. Ofan á hann var höggvinn bátur með 13 mönn-
um. Þegar myndin var næstum máð af, ijet barón Hans
von Essen taka steininn upp. Kom þá í ljós, að á neðri
hlið hans var höggvin mynd af hesta-ati. Myndin álíst
vera frá 100—300 e. Kr. Sleinninn er nú geymdur á
ríkissafninu í Stockhólmi. Hann er 167X125 cm. á stærð.
Þetta virðist talandi vottur um, hvað hestarnir voru
fyrir Skandenava í þann tíð, er myndin var höggvin á
steininn.
Annað, er sýnir skoðánir forfeðra okkar á hestunum,
eru blótin. Mann-blót töldu þeir goðunum geðfeldust, en
þar næst hrossa-blót; einnig er hrossakjötið uppáhalds-
matur í blót-veislunum, sem sjest best á því, hve strang-
lega er bannað að jeta hrossakjöt eftir að kristni er
lögtekin.
Þriðja, er ber samhljóða vitni og það, sem að framan
er talið, eru hauga-fundirnir. í all-mörgum haugum
hafa fundist hrossabein, enda segja sögur þessara tíma
oft frá því, að höfðingjar ijetu leggja hest sinn í haug
með sjer. Svo nátengdur var hesturinn manninum. Varla
hafa þessir hestar verið falir í hrossakaup.
Hið síðasta, er jeg nefni, sem sönnun þess, að for-
feÖur okkar litu hestinn aðdáunaraugum, eru trúar-
brögðin þeirra, Ásatrúin. Þar er sagt frá mörgum hest-
1) Stambog over Gudbrandsdalsrasen, Kristiania 1902.