Búnaðarrit - 01.08.1922, Qupperneq 57
BÚNAÐAKRIT
63
hafl riðið innifóðru&um hestum, því Ljósvetningasaga
segir að þeir riðu stóðhestum töðuöldum, og að þeir
máttu engir tveir eiga saman í húsi. Hugsanlegt er, að
hrátt hafl hjer orðið hjeraðsmunur með fóðrun hest-
anna, vegna óiikra staðhátta.
Tvent er það, sem fornmenn virðast hafa lagt mest
kapp á með hestana, að þeir væru öruggir víghestar og
miklir reiðhestar. Hesta-öt voru þá algengar skemtanir,
en svo var metnaður manna mikill, að sjaldan enduðu
hestavíg illindalaust. Þessi viðkvæmni manna fyrir frægð
hesta sinna, heflr furðanlega loðað við íslendinga, því
enn þá hittist margur, sem ekki þolir hnjóðsyrði um
reiðhestinn sinn, og þykir ólíku betra að fá hnjóðið
sjálfur. Þó má ekki blanda þessum viðkvæma metnaði
saman við of-lof það, er hrossaprangarar setja á hesta
sína, er þeir vilja seija þá hærra verði en þeir eru
verðir, sem því miður tiðkast of-mikið nú á tímum.
Eftirminnilegastur reiðhestur, sem íslendingasögurnar
segja frá, er Kinnskær er Gull-Þórir átti. Sagan segir
að Kinnskær hafl verið gautskur hlaupari, og orðið að
fóðrast á korni vetur og sumar; enda var hann svo
frækinn, að hann sinti, með Gull-Þórir í öilum herklæð-
um, yflr Þorskafjörð undan Kinnarstöðum, jafnt um flóð
og fjöru. Eftir að óvinir Þóris höfðu drepið Kinnskær
fyrir honum, reið hann Yngri-Kinnskær, sem einnig var
afburða hestur. Þetta bendir á að eldri Kinnskær hafi
verið graðhestur og sá yngri sonur hans, því að eins
um þessa tvo hesta er þessa afreks getið. Austurlenskur
hefir Kinnskær sennilega verið, því varla er hugsanlegt
að hann hafl verið gautskur að ætt, svo mikill afburða
hestur sem hann var, einnig benda fóðurkröfurnar á
að ætt hans hafl veriö suðræn, fyrst hann gat ekki
nýtst við íslenskan sumargróður, en þurfti kornfóður
sumar og vetur.
Jeg get ekki varist að nefna aðra gamla frásögn um
afburða reiðhross; saga þessi gerist á landnámsöldinni,