Búnaðarrit - 01.08.1922, Blaðsíða 58
54
BÚNAÐARRIT
og er af hryssu er Fluga nefndist, og Flugumýri í Skaga-
firði er kend við. Frásögn Landnámu er á þessa leið1):
„Þórir dúfunefur var leysiDgi Öxna-Þóris; hann kom
skipi sínu í Gönguskarðsár-ós; þá var bygt hjerað alt
fyrir vestan; hann fór norður yfir Jökulsá at Landbroti,
ok nam land alt miili Glóðafeykis ok Djúpár, ok bjó á
Flugumýri. í þann tíma kom út skip í Kolbeinsár-ósi,
hlaðið kvikfje, en þeim hvarf í Brimnesskógum ung-
hryssi eitt; en Þórir dúfunef keypti vonina og fann
síðan; það var allra hrossa skjótast, ok var kölluð
Fiuga. Örn hjet maður; hann fór landshorna á millum,
ok var fjölkunnigur; hann sat fyrir Þóri í Hvinverjadal,
er hann skyldi fara suður um Kjöl, ok veðjaði við Þóri,
hvárs þeira hross mundi skjótara, því hann hafði all-
góðan hest, ok lagði hvár þeira við hundrað silfurs.
Þeir riðu báðir suður um Kjöl, þar til þeir kvámu á
skeið þat er síðan var kallað Dúfunefs-skeið; en eigí
varð minni skjótleiksmunur hrossa enn Þórir kom í móti
Erni á miðju skeiði. örn undi svo illa við fjelát sitt, at
hann vildi eigi lifa, ok fór upp undir fjallið, er nú heitir
Arnarfell, ok týndi sér þar sjálfur, en Fluga stóð þar
eftir, því at hon var mjök móð. Enn er Þórir fór af
þingi, fann hann hest föxóttan ok grán hjá Flugu; við
þeim hafði hún fengið; undir þeim var alinn Eiðfaxi, er
utan var færður ok var sjau manna bani við Mjörs á
einum degi, ok lést hann þar sjálfur. Fluga týndist í
feni á Flugumýri".
Frásögnin er svo ijós, að jeg fjölyrði ekki um hana,
bendi að eins á hve mikill metnaður Arnar var, að sitja
fyrir Þóri uppi á fjöllum, til að fá að reyna við hann
skjótleik reiðhrossa þeirra, og — skyldi það þá hafa
verið fjelátið, sem fjell Erni svona þungt?
Hrossavinnan á heimilunum hefur verið nokkuð svipuð
og nú, bændur notað hestana til dráttar, burðar og
1) Landnáma, Rvík 1909, bls. 142—143.