Búnaðarrit - 01.08.1922, Síða 65
BÚNAÐARRIT
langan tíma. Þó veit maður að einstöku menn hafa
reynt, eins og áður, aö bæta hrossakyn sín, og á þess-
um einstöku mönnum, sem altaf hafa einhverjir verið,
er ekki lokuðu augunum fyrir ágæti hestanna, hefir ís-
lenska hrossaræktin lafað.
1879 gera Skagfirðingar tilraun að fá menn til að
bindast samtökum um búfjár-kynbætur. Sömdu þeir
„frumvarp til reglugerðar um að bæta kynferði búfjár í
Skagafjarðarsýslu". Mjer er ekki kunnugt um árangur
þessarar tilraunar, en hún er þó ijós vottur þess, að
menu hafa þá verið farnir að átta sig á kynbóta-
nauðsyninni. Sama árið, á sumardaginn fyrsta, er haldin
fyrsta búfjársýningin á Norðurlandi, á Grund í Eyjafirði,
og 29. maí sama árið er önnur sýning haldin í Reyni-
staðar-rjett i Skagafirði. Benda þessar sýningar einnig
Ijóslega á, að mikil hreyfing hefir verið byrjuð í umbóta-
áttina. Á þessum tíma held jeg, að menn hafi lagt of-
mikið upp úr úrvalinu, án þess að bætt meðferð fylgdi.
Lög frá 11. des. 1891 veita sýslunefndum heimild til
að gera samþyktir um kynbætur hrossa, og viðaukalög
frá 20. de3. 1901, banna að láta graðhesta, eldri en 1V2
árs, ganga lausa með öðrum hrossum á afrjettum eða í
heimalöndum. Brot gegn þessu ákvæði varðar alt að
50 kr. sekt.
Fyrsta sýslusamþyktin, eftir lögum frá 1891, var gerð
fyrir Austur-Skaftafellssýslu. Hún er dagsett 10. okt.
1894, og öðlaðist gildi 1. jan. 1895. Samþykt þessi er
all-ítarleg og ákvæðin um ágæti hrossanna ekki fá eða
smá, svo eðlilegt var þó illa gengi að uppfylla þau öll.
Annars kemur þarna fram sem víðar, að íslendingar
hafa gaman af að búa til margbrotin og flókin lög, svo
stundum verður erfitt að komast hjá að brjóta þau.
Siðan hafa margar hjeraðs-samþyktir verið gerðar, flestar
svipaðar fyrstu samþyktinni, en því ver, hafa margar
þeirra verið að litlu hafðar. Svo langt heflr þetta gengið
stundum, að menn hafa hælt sjer fyrir að láta mjög