Búnaðarrit - 01.08.1922, Page 73
BUNAÐAKRIT
69
daglega brauð, og ánægjuna af því, að geta látiö alla,
sem maður á að framfæra, hafa nóg, en að eiga þunga
pyngju og þvílíka samvisku og gamli Brandur, þvi aldrei
gat glamrið í peningunum látið hærra en baulið í rauðu
kúnni, sem stóð bundinn við hestasteininn hans, og beið
dauðans í vetrargrimdinni. Jeg býst við að flestum renni
„kalt vatn milli skinn3 og hörunds", er lesa og hugsa
um afdrif rauðu beljunnar, en þvi ver, hefir fjöldi af is-
lenskum hrossum látið liflð á svipaðan hátt, Þess vegna
er sagan mörgum, sem les hana, viðburður, sem þeir
hafa þokt sjálfir, og sumir verið valdir að. Að þessu
leyti er Brandur gamli því ekkert einsdæmi — nema ef
væri að iðruninni?
Þá er víst komið nóg af þessum hugleiðingum að
sinni, og best jeg endi þá með því að segja, hvað mjer
þykir hyggilegast til umbóta á hrossaræktinni, svo hún
geti orðið arðberandi og ánægjulegt starf.
Hið fyrsta, er jeg nefni, er að mynda svo stór hrossa-
ræktarfjelög — sern næðu yfir heil hjeruð — að hvert
fjelag þyrfti að halda marga stóðhesta, og að þeir hestar,
sem gefa góða raun í afkvæmunum, sjeu haldnir til
kynbóta fram í elli, og það þó þeir haldist ekki í girð-
ingum, en verði að fóðrast inni að mestu eða öllu leyti
yfir árið; einnig þarf að temja stóðhestana og nota þá
til vinnu. Ástæðurnar, sem jeg færi, eru þessar: Ef
fjelagið er stórt, er hægt að sníða hestafjöldann eftir
þörfinni. Meðan fjelögin eru lítil, er ekki til fult verk
fyrir hestana, og svo voiða annaðhvort folatollarnir gífur-
lega háir eða fjelögin sökkva í skuldir. Svo langt hefir
gengið í sumum hrossaræktaifjelögunum, að undir full-
orðinn stóðhest hafa verið ieiddar yfir vorið innan við
20 hryssur, en meðalhestur fullorðinn nægir handa
ca. 75 hryssum. Þarna hafa tollarnir hlotið að vera
háir, þó sum fjelögin hafi jafnað kost.naðinum þannig
með sjer, að ekki þyrfti að gefa út ofboðslega reikninga.