Búnaðarrit - 01.08.1922, Síða 75
BÚNAÐARRIT
71
grundvöllur lagöur undir uppeldið, og uppkomnu hrossin
mikið hraustari, og því verðmeiri. Undantekning frá
þessu getur þó verið þar sem hey eru góð og ódýr, og
þau notuð handa hryssunum. Góðar ættir hefl jeg sjeð
eyðileggjast á því, að hiyssurnar hafa átt folöld ár eftir
ár, verið duglegar að ganga, og verið látnar bjarga sjer
eins og hægt var; ekkert afkvæmið hefir náð sumum
þeirra og hnignunin svo haldið jafnt og rólega áfram,
þar til að eins sáust smælkis-hross, sem afspringur
vænnar ættar. Að hryssurnar þurfl að taka í hús
þegar hart er og í flestum vetrum, byggist á því, að þá
„gera“ þær vænni folöld og mjólki betur.
Þriðja, sem jeg legg áheislu á, er eftirlit og leiðbein-
ing að vetrinum með hrossafóðrun og hiiðingu, og sveita-
sýningar á vorin, fyrir gróður. — Fyrra atriðið byggi
jeg á því, að fóðrið þarf að batna, en jeg býst við, að
þeir, sem nú fóðra lakast, verði tregastir til að bæta það.
Letðbeininga þarfnast margir, einkum ef hrossin eru
fóðruð á kjarnfóðri að nokkiu leyti. Hinn misjafni orðs-
týr síldarinnar sýnir best, hvort þar hafi allir „hitt
naglann á höfuðið", þó er hún vafalaust góður fóður-
bætir, sje hún notuð í hófl. Að sýningum er mikið
gagn, sjeu þær vel sóttar, því þar veiður lýðum Ijóst,
hvernig hrossin hafa verið hirt og fóðruð, og hvar helst
er framför í ættum, og þar af leiðandi, hvar helst er
kynbótahrossa að vænta.
Fjórða, sem þarf umbóta, ef hægt væri, er erlendi
hrossa-markaðurinn. Mjer virðist markaðurinn á ijeleg-
um íslenskum hiossum vera að eyðileggjast. Skynsam-
legast viiðist, mjer að reyna að opna markað með góða
íslenska hesta, sem við teldum duglega vinnuhesta, og
selja ekki yngri hesta en 4 vetra. Sjeu þeir fluttir út
yngri, ná þeir vanalega ekki fullum þroska, vegna
breyttra lífsskilyiða, þó þeir verði feitir. í Danmörku
sæta íslensku hestainir misjöfnum dómum, því þó sumir
þeirra hafl reynst mjög vel, þá hafa fulloiðnu stóð-