Búnaðarrit - 01.08.1922, Page 76
72
BtiNAÐARRIT
merarnar, og önnur Ijeleg hross, reynst lin að plægja
þungan jaiðveg, sem smábændurnir þurfa þó að láta þau
gera. í fæstum orðum sagt: Til þess að markaðurinn
verði góður og tryggur, þarf varan að vera eftirsóknar-
verð. Þó þetta minki útflutninginn í bili, tel jeg það
ekki mikinn skaða, betra að slátra hrossunum heima
en selja þau undir sláturverði, eins og jeg tel að margar
3 vetra hryssur væru seldar síðastl. sumar. Sama er að
segja um smælkið, sem ekki heflr gengið á markað,
því þarf að slátra, svo það fylli ekki hagana með sjer
jöfnu og verra afkvæmi. Þó að erlendi markaðurinn
eyðilegðist, er samt íull ástæða til að bæta hrossakynið,
því mörg og dugleg hross er eitt af því, sem verður að
vinna að umbótum sveitanna, hvað jarðyrkju og bygg-
ingar snertir, ef þær eiga að komast á. Mjer virðist nóg
að kaupa inn í landið, þó bilar og bensín sje ekki flutt
inn fyrir offjár, til flutninga, og það þegar erfitt er að
selja allar íslenskar afurðir, og sumar næstum veiðlausar.
Jeg fer svo ekki nánara út í þetta að þe3su sinni,
vona að mjer gefist síðar tækifæri að bæta við þetta,
koma nánara inn á einstök atriði kynbótanna og fyrir-
komulag í hrossaræktarfjelögunum. Einnig bið jeg les-
endurna velvirðingar á því, að jeg hefi á stöku stöðum
enduitekið það, er jeg tilfærði sem dæmi í grein rninni
„Akhestar og reiðhestar", er birtist í „Búnaðarritinu"
síðastl. ár, svo sem um graðhestahaldið í fornöid og
lög um hegningar fyrir hrossastuldi.
Theodór Arnbjörnsson,
frá Ósi.