Búnaðarrit - 01.08.1922, Page 77
BÚNAÐARRIT
Gras-sáning og græðsla.
Sljettun og ræktun meö ofanafristu og þakningar-
aðfeiðinni alkunnu, virðist ekki vera til frambúðar. í
stað þakningar kemur sáning korns og grasfræs og rót-
græÖsla.
Flestir bændur eru viðvaningar og kunna lítt til þess-
arar ræktunar. Margir hafa megnustu ótrú á grasfræi
og öllu, sem upp af því vex; og enn fleiri hafa of-trú
á rótgræðslunni. Mest stafar þetta af misskilningi og
vanhugsun. Menn gera sjer ekki nægilega ljóst, hvað
rótgræðsla er, eða hvaða skilyrða hinar
ýmsu jurtir krefjast, sem af fræi vaxa, til þess
að ná þrifum og þroska.
ltótgræðsla.
Oróður. Þegar bylt er grónu landi, plægt og herfað,
eða tætt með þúfnabana, eyðileggjast ekki allar rætur
jurta þeirra, sem á landinu vaxa. Mikill hluti þeirra
liflr af byltinguna, þó þær sjeu meira eða minna skadd-
aðar. — Landið grær upp aftur. — Á þessu byggist
rótgræðslan. Sum af túngrösum vorum æxlast með
rótarskotum. Þær jurtir þola byltingu og jarðrask best;
þó rætur þeirra sjeu tættar sundur í smábita, vaxa
nýjar jurtir upp af rótarbitunum.
Þegar landið grær upp aftur, verður gróðurinn
sásami eða svipaður og áður óx þar, svo
framarlega sem vaxtar-skilyrðin ekki breytast að öðru en