Búnaðarrit - 01.08.1922, Side 78
74
BÚNAÐARRIT
því, að landinu er bylt. Það kemur ekki dúfa úr hrafns-
egginu, það vaxa ekki „grös“ af rótum „hálfgrasa* eða
túngróður af rótum mýrargróðurs. Þessu megum við
ekki gleyma. Við viljum rækta tún. Fyrsta skilyrði til
þess að það takist með rótgræðslu er, að það vaxi tölu-
vert af túngrösum á landinn, þegar því er bylt. Síðan
verður öll meðfeið landsins að miða að því, að tún-
grösin þiýftst þar sem best, og fái yflrhönd yflr öðrum
lakari gróðri. Þetta gerum við með hæfllegri framræslu,
heppilegri vinslu og áburði.
Framrœsla. Á hæfilega þurri valllendisjöið er rót-
græðslan auðveldust og heppnast best. Halfvota jörð
með blendings gróðri, þar sem vaxa votlendis og vall-
lendis juitir, hvað innan um annað, þarf að ræsa. Það
er ekki nóg að valllendi-'gróður geti vaxið, það þarf
að ræsa svo vel, að votlendisgróður geti ekki þriflst
þar, þegar borið er á landið, og það hirt sem tún. Sje
landið mjög blautt og litið af valllendisgróðrinum, er
hætt við að rótgræðslan heppnist illa. Sje þetta land
ræst vel um leið og því er byit, verða þar ekki vnxtar-
skilyrði fyrir votlendis-jurtir, þær drepast, en vallendis-
grösin veiða of fá og stijál til að klæða landið, það
verður hálfgert flag árum saman. Sje iæst svo lit.ið, að
votlendis-gróðurinn haldi velli og vaxi aftur, þá verður
landið hálfdeigja með blendings gróðri, en ekki tún.
Til þess að rótgiæðsla geti komið til greina á slíku
landi, veiður að ræsa það fleiri árum áður en það er
tekið til fullrar ræktunar, svo jarðvegurinn nái að breyt-
ast og valllendis-gróðurinn að aukast, áður en því er
bylt. Sje þetta geit, verða mýrarnur fyrirtaks túnstæði,
sem taka flestri jörð fram að næringarefna auðlegð og
gæðum. Þess vegna er framræslan eitt hið fremsta og
mesta atriði allrar túnræktar hjer hjá okkur.
Vinslan. Aðal-atriðin við jarðvinsluna, þegar rót-
græðslan er við höfð, eru: að plægja eða tæta ekki
mjög djúpt, að færa ekki til í flaginu, svo rótalaust