Búnaðarrit - 01.08.1922, Page 82
78
BtiNAÐARRIT
að mynda grasrót. Sje um hreina sáðsljettu að ræða,
ætti aldrei að sá minna en 40 kg. á ha., jafnvel alt að
50 kg. á ha. (18 — 17 kg. á dagsl.). Og svo niður á við,
eítir því, hve mikið má treysta rótgræðslunni. í land,
sem var vaxið blendings gróðri, er þó varla ráðlegt að
sá minna en ca. 20 kg. á ha. (7 kg. á dagsl.). En í
gott valllendi má vitanlega komast af með enn minna,
Stundum er sáð korni með grasfræinu, til skjóls og
til þess að missa ekki eftirtekju af landinu það árið.
Yil jeg ráða til að það sje gert — höfrum, eða byggi,
sje jarðvegur myldinn og góður. Korninu er sað, eins og
ábur er sagt, og herfað niður. En það er sáð gisið,
ekki meira en ca. 120 kg. á ha. (40 kg. á dagsl.). Siðan
er grasfræinu sáð, helst með vjel, sje um stærri flög
að ræða, en því miður munu flestir verða að sá með
hendi, enn þá sem komið er. Flaginu er þá skift niður
í reiti, helst enn þá minni en við kornsáningu og fræið
vegið sjer á hvern reit. F>æinu er blindað saman í
tvennu lagi, þyngra og Ijettara fiæi sjer. Yallarfoxgrasi
og smára er blandað saman og öðrum tegundum í aðra
blöndu. Saðmaðurinn gengur fram og aftur og sáir til
beggja hliða og fram fyrir sig, eins og við kornsáningu,
en spildurnar verða mjórri, sem hann sáir í hverri ferð.
Hann sáir ekki úr hnefa, heldur tekur hann að eins
milli þriggja fingra í einu, og stráir út eins jafnt og
auðið er. Þannig sáir hann fyrst annari fiæblöndunni
og síðan hinni. Best er að sá í kross; ef gengið er
norður og suður við fyrst.u sáningu, þá er gengið austur
og vestur við aðra sáningu. Eklci er hægt að sá vel
nema í iogni, gildir það jafnt um grasfræ og korn.
Grasfræið þarf að komast 1—2 cm. niður í moldina.
Helst ætti að mylda það niður með örijettu herfl
(illgresis-herfi), en sje ekki völ á slíku herfi, eða ef
herfinu hætti við að „sópa", er best að herfa fiæið
ekki neitt niður. Mest er þörfin á mátulegri herfingu í
þurviðra sveitum og þurkatið. Hvort sem fiæið er herfað