Búnaðarrit - 01.08.1922, Page 83
BÚNAÐARRIT
79
niður eða ekki, verður að valta vandloga strax eftir
sáningnna.
Hirðingu þarf sáðsljettan eins og græðisljettan, enda
verður vanalega ekki gerður greinarmunur á þessu
tvennu í framkvæmdinni, grasfræinu veiður víðast sáð
með rótgræðslu til hjalpar. Sje notað skjólsáð, þarf að
slá það snemma, það má aldrei ná meira en fetshæð
og má aldrei leggjast í legu. Sje sljettan skell-
ótt eftir fyrsta veturinn, verður að sá grasfræi í skell-
urnar og mylda það niður með hrífu.
Frœval og frœkaup. Mikils er um vert að fræið sje
gott, bæði korn og grasfiæ. Reynslan sýnir að fræ frá
norðlægum löndum reynist hjer best, eins og eðlilegt er.
Nú sem stf*ndur eru margir annmarkar á því, að fá
sumar tegundir þaðan sem maður helst vildi. Einnig er
mjög erfltt að fá fulla tryggingu fyrir þvi, að fræið sje
þaðan, sem það við kaup og sölu er talið að vera. En
tæki höfum við engin til að rannsaka gæði og upp-
runa fiævöru, enn þá sem komið er. Úr þessum vanda
komustum við að miklu leyti, þegar við förum að rækta
það fiæ sjálfir, sem við getum ræktað. Meðan við gerum
það ekki, veiðum við að nota útlent fræ, það besta, sem
við getum fengið, og gæta allrar varúðar við kaupin.
Fáar eða engar verslanir hafa grasfræ eða frækorn til
söiu1), ekki einu sinni aðal-verslanir bænda, kaupfjelögin.
Um reynslu þá, sem fengin er með sáðræktun ýmsra
grastegunda; um fiæval og blöndun, er ritað í „Búnaðar-
ritinu", 34. ár, og „Ársriti Ræktunarfjelagsins" 1910,
og víðar.
Búnaðarfjejag íslands útvegar mönnum fræ í vor, eins
og undanfarið; þær tegundir, og það besta, sem hægt er
að fá.
1) „Hænsabygg“ og „hestahafrar'1 cru vitanlega ekki frte-
vnra.