Búnaðarrit - 01.08.1922, Page 91
BÚNAÐARRIT
87
hylja moldina, þá þrífst arfinn ekki undir þeim, og þarf
þá varla að óttast hanu það árið.
Þar sem stórir gaiðar eru, væri best að setja ekki í
beð, heldur í raðir, því þá má hreinsa með hestverkfær-
um á milli raðanna, og þarf þá ekki að nota handsköf-
una, nema á milli plantnnnna, þverskafa sem kallað er.
En til þess að hægt sje að nota hestverkfæri, þarf að
hafa minst 45 — 50 cm. milli raða. Til eru og hentugar
hjólsköfur, sem skafa má með milli raða í beðum og
annarsstaðar.
Yinnubiögðin við útrýmingu arfans þurfa að breytast,
ef gaiðyikjan á að eiga glæsilega framtíð. Og æskilegt
væri að garðeigendur reyndu að hirða betur þá garða,
sem þegar eru teknir til ræktunar, áður en farið er að
hugsa um að stækka þá. Vinnan er dýr. Við þuifum
þess vegna að taka upp nýja, Ijettari og betri aðfeið við
eyðingu arfans. Reyna að afkasta sem mestu með
sem minstri fyriihöfn. Gera alt sem við getum, til
að fá sem mesta uppskeru. Verið umfram alt
vandvirkir. Og hafið hugfast, að illa hirtur garður
er hverju heimili til skammar og skaða.
25. mars 1922.
Ragnar Ásgeirsson.