Búnaðarrit - 01.08.1922, Side 92
BÚNAÐARRIT
Skjögur i lömbum.
Einn aí stóru erfiöleikunum viö sauðfjárræktina eru
vanhöldin á unglömbunum á vorin. Sumir lamba-
sjúkdómarnir eru enn órannsakaðir, svo bændur standa
varnarlitlir írammi fyrir þeim. Einstaka menn halda því
fram, að flest lagist með bættii meðfeið fjárins; en svo
margfalda blessun sem ríflegt fóður og nákvæmni við
skepnurnar færir hverjum bónda, þá or þetta, því ver,
ekki einhlitt til að útiloka alla skæða sjúkdóma á fjenu.
Einn af þessum kvillum er svokallað „skjögur" í ung-
lömbunum. Þessi sjúkdómur er einkum við sjávarsíðuna
og viiðist með tvennu móti: Beinkiöm, sem stafar af
vöntun á fosforsúiu kalki í beinin, og tauga-sjúkdómur,
sem oft er kallaður mænusótt.
Beinkrömin lýsir sjer með löngum, mjóum leggjum,
og mjög gildum liðamótum, likt og þau væiu bólgin.
Beinin eru lin, jafnvel sveigjanleg, og lambið er mátt-
lítið og torhafnarlegt að öðru leyti. Talið er að þetta
stafi af því, að í sjávargróðrinum er mjög litið fosfor-
súrt kalk. Lifl ærin mikið á fjörugróðri, vantar hana
þetta nauðsynlega efni, til að geta gert lambið vel úr
garði. Besta vörnin við þessu, er að gefa ánni með
þarabeitinni fóður, sem sje ríkt af beinmyndandi efnum,
t. d. góða töðu, sem ekki er sprottin á höiðu túni í
mjög miklum þurki; einnig er sild og síldarmjöl, hóf-
lega gefið, gott fóður moð þarabeit. Enn fremur má
nefua rúgmjöl eða maísmjöl, sem blandað sje með feiti