Búnaðarrit - 01.08.1922, Page 94
eo
BÚNAÐARRIT
lagi allra þeirra, sem sauðfje rækta. Jeg tel víst að
dýralæknaruir rannsaki þetta, eins og ástæður þeirra
leyfa, þótt það kosti þá mikinn tíma og fyriihöfn, og
efast þá ekki um góðan árangur af starfl þeirra.
Nú eiga bændur mikinn fróðleik um þetta í fórum
sínum, sem þeir hafa eignast við reynslu og athuganir.
Þó allir eigi ekki mikið, þá safuast þegar saman kemur.
Því bið jeg þá, sem sauðfje rækta, og hafa áhuga á
að það fari vel úr hendi, að senda mjer eða Búnaðar-
fjelagi íslands, allar upplýs ngar, sem þeir þekkja, þessu
viðvikjandi, svo sem:
1. Við hvaða skilyiði ber mest á sjúkdómnum.
2. Hvaða beit er sjúkdómsins vegna hollust með fjörunni.
3. Hvaða innifóður og hirðing gefst best til að fá heil-
brigð lömb.
4. Á hve miklum hluta lambanna heflr sjúkdómurinn
sjest.
5. Hve mikill hluti nf sýktu lömbunum hefir drepist.
6. Hvaða rað hafa gefist best til að lækna sýkt lömb,
o. fl. o. fl.
Jeg vona að allir fjáreigendur sjeu mjer svo sammála
um nauðsyn þessa mals, að þeir leggi það ekki undir
höfuð sjer, heldur komi hver með sinn skerf, hvoit sem
hann er stór eða lítill.
24, mars 1922.
Theodór Arnbjörnsson,
frá Ósi.