Búnaðarrit - 01.08.1922, Qupperneq 95
BÚNAÐARRIT
Vor.
Nú er vorið á norðurleið. „Yorið góða, grænt og hlýtt“.
Það er gróðrar- og gleðitími, uppriautími, einkanlega hjá
okkur hjer norður við íshafið, sem höfum legið í vetrar-
dvala bæði vel og lengi. Á vorin sjáum við sýnir, sólar,
lífs og vona. Hver árstíð hefir sin einkenni og störf.
Vorstörfin eru fegurstu stöif ársins. Á vorin vinnum við
með náttúrunni. Vorið er sköpunartimi framar
óðium tímum ársins. Hver bóndi sem vinnur vorstörfin
— vinnur þau á rjettan hátt, græðandi og bætandi —
hann fer ekki á mis við sköpunargleðina. Þá gleði, sem
er svo sterk, að hún rjettir bogið bak gamla mannsins
og gömlu konunnar, sem lítur yfir vel unnið æfistarf.
Jeg man eina vorsjón, sem alstaöar sjest í öllum
sveitum álfunnar, i öllum menningarlöndum, nema á
íslandi? Það er bóndinn, sem plægir sma óðalsjöið.
Hann plægir þá jöið, sem faðir hans eða forfeður hafa
rutt og ræktað, til þess að auka og efla ftjósemi hennar
og framleiðslu-afl. Eða hann plægir órótað land, ræktar
fyrir ókomin ár, handa börnum sínum og eftirkomendum.
Bóndinn plægir, moldin veltur ný og nakin upp úr
plógfarinu, sem framtíðaidraumur og fyrirheit.
Bóndinn heifar, sáir og myldav, himininn sendir sól
og regn, vekur gróður og gleði, gefur mat og menningu.
Bóndinn plægir plógfar eftir plógfar, hann er ekki
einn á teig, sonur hans komungur fylgir honum, og
gengur á eftir honum í plógfarinu. Bóndinn minnist