Búnaðarrit - 01.08.1922, Síða 102
BÚNAÐARRIT
Eftirlits- og fóðurbirgða-fjelög.
í janúarmánuöi 1921 sendi Búnaðarfjelag íslands
frumvarp til samþyktar fyrir „eftirlits- og fóðurbirgða-
fjelög", öllum oddvitum á landinu; skoraði á þá, að
ræða málið með sveitungum sínum, og reyna að fá þá
til að bindast samtökum um bættan ásetning og at-
hugun um, hvað rikulegt fóður væri hyggilegast og
hvaða fóður-samsetning væri notabest, í þeirri fullvissu
að mannúðarhliðin og hagsmunahliðin væri hið sama,
þó tvö sjeu nöfnin. Frumvarpið fjekk nokkuð misjafnar
undirtektir, sem við var að búast, því það stefndi að
skuldbindingu um víst fóðurmagn fyrir hverja skepnu;
fjelagsskapurinn krafðist hnýsins eftirlitsmanns, sem
vandaði um það, sem honum flndist fara aflaga, og
kærði fyrir hlutaðeigandi fjelagsstjórn, eí miklu væri
ábótavant, og ekki bætt um við hógværa umvöndun
eftirlitsmannsins. Einnig hafa margir litið óhýrt til þeirr-
ar íyrirhafnar, að athuga þrisvar á vetri um fóðrunina,
með því að vigta kindurnar — allar eða 5.—10. hverja
— og meta og mæla stórgripi, til að vita hvernig fóðrað
væri, og til þess að hægt væri að bera fóðrunina saman
við afurðir búpeningsins, til þess, er fram liðu stundir,
að geta sagt hvernig heppilegast sje að fóðra, pyngj-
unnar vegna, og hvaða fóðrun sje vænlegust tii um-
bóta, jafnframt úrvali einstaklinganna. Ennfremur mælti
frumvarpið svo fyrir, að ef stjórn íóðurbirgðafjelags teldi
ekki nægar fóðurbirgðir hjá fjelagsmönnum á haustin,